Golf

Góð byrjun hjá Ólafíu á Opna bandaríska

Ísak Jasonarson skrifar
Opna bandaríska 2019 er sjöunda risamótið sem Ólafía keppir á.
Opna bandaríska 2019 er sjöunda risamótið sem Ólafía keppir á. vísir/getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á Opna bandaríska mótinu á 71 höggi eða á parinu og er jöfn í 25. sæti af 156 keppendum.

Ólafía, sem hóf leik á 10. teig í dag, fékk sinn fyrsta fugl á 12. holu og var þá komin á högg undir par. Á næstu níu holum fékk Ólafía þrjá skolla og var því á 2 höggum yfir pari þegar sex holur voru eftir af hringnum.

Við tók flottur kafli þar sem Ólafía fékk þrjá fugla á móti einum skolla og því var niðurstaðan 71 högg.

Ólafía er sem fyrr segir jöfn í 25. sæti í mótinu en leikið er á hinum erfiða Charleston velli í Suður-Karólínu.

Hin japanska Mamiko Higa er í forystu í mótinu á 6 höggum undir pari. Hringurinn hennar var sá besti hjá nýliða í sögu mótsins. Higa er höggi á undan Þjóðverjanum Esther Henseleit sem er önnur.

Sigurvegari síðasta árs, Ariya Jutanugarn, lék fyrsta hring mótsins á höggi yfir pari og er jöfn í 42. sæti.

Annar hringur mótsins fer fram á morgun, föstudag, og komast um 60 efstu kylfingarnir áfram að honum loknum.

Vísir var með beina textalýsingu frá fyrsta hring mótsins. Hana má sjá hér fyrir neðan.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.