Góð byrjun hjá Ólafíu á Opna bandaríska Ísak Jasonarson skrifar 31. maí 2019 06:30 Opna bandaríska 2019 er sjöunda risamótið sem Ólafía keppir á. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á Opna bandaríska mótinu á 71 höggi eða á parinu og er jöfn í 25. sæti af 156 keppendum. Ólafía, sem hóf leik á 10. teig í dag, fékk sinn fyrsta fugl á 12. holu og var þá komin á högg undir par. Á næstu níu holum fékk Ólafía þrjá skolla og var því á 2 höggum yfir pari þegar sex holur voru eftir af hringnum. Við tók flottur kafli þar sem Ólafía fékk þrjá fugla á móti einum skolla og því var niðurstaðan 71 högg. Ólafía er sem fyrr segir jöfn í 25. sæti í mótinu en leikið er á hinum erfiða Charleston velli í Suður-Karólínu. Hin japanska Mamiko Higa er í forystu í mótinu á 6 höggum undir pari. Hringurinn hennar var sá besti hjá nýliða í sögu mótsins. Higa er höggi á undan Þjóðverjanum Esther Henseleit sem er önnur. Sigurvegari síðasta árs, Ariya Jutanugarn, lék fyrsta hring mótsins á höggi yfir pari og er jöfn í 42. sæti. Annar hringur mótsins fer fram á morgun, föstudag, og komast um 60 efstu kylfingarnir áfram að honum loknum. Vísir var með beina textalýsingu frá fyrsta hring mótsins. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á Opna bandaríska mótinu á 71 höggi eða á parinu og er jöfn í 25. sæti af 156 keppendum. Ólafía, sem hóf leik á 10. teig í dag, fékk sinn fyrsta fugl á 12. holu og var þá komin á högg undir par. Á næstu níu holum fékk Ólafía þrjá skolla og var því á 2 höggum yfir pari þegar sex holur voru eftir af hringnum. Við tók flottur kafli þar sem Ólafía fékk þrjá fugla á móti einum skolla og því var niðurstaðan 71 högg. Ólafía er sem fyrr segir jöfn í 25. sæti í mótinu en leikið er á hinum erfiða Charleston velli í Suður-Karólínu. Hin japanska Mamiko Higa er í forystu í mótinu á 6 höggum undir pari. Hringurinn hennar var sá besti hjá nýliða í sögu mótsins. Higa er höggi á undan Þjóðverjanum Esther Henseleit sem er önnur. Sigurvegari síðasta árs, Ariya Jutanugarn, lék fyrsta hring mótsins á höggi yfir pari og er jöfn í 42. sæti. Annar hringur mótsins fer fram á morgun, föstudag, og komast um 60 efstu kylfingarnir áfram að honum loknum. Vísir var með beina textalýsingu frá fyrsta hring mótsins. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira