Handbolti

Ágúst Elí sænskur meistari eftir sigur í oddaleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ágúst Elí varði átta skot í oddaleiknum.
Ágúst Elí varði átta skot í oddaleiknum. vísir/getty

Landsliðsmarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson og félagar hans í Sävehof urðu í dag sænskir meistarar í handbolta eftir sigur á Alingsås, 20-27, í oddaleik á útivelli.


Alingsås komst í 2-1 í úrslitaeinvíginu en Sävehof vann síðustu tvo leikina og tryggði sér sinn sjötta meistaratitil og þann fyrsta síðan 2012.

Ágúst Elí stóð í marki Sävehof allan leikinn og varði átta skot, þar af tvö vítaköst (30%).

Hafnfirðingurinn er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku og það hefði ekki gengið betur.

Sävehof var undir í hálfleik, 10-11, en hafði mikla yfirburði í seinni hálfleik sem liðið vann, 9-17, og leikinn, 20-27.

Ágúst Elí er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Grikklandi og Tyrklandi í síðustu tveimur leikjum liðsins í undankeppni EM í næsta mánuði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.