Handbolti

Ágúst Elí sænskur meistari eftir sigur í oddaleik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ágúst Elí varði átta skot í oddaleiknum.
Ágúst Elí varði átta skot í oddaleiknum. vísir/getty
Landsliðsmarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson og félagar hans í Sävehof urðu í dag sænskir meistarar í handbolta eftir sigur á Alingsås, 20-27, í oddaleik á útivelli.Alingsås komst í 2-1 í úrslitaeinvíginu en Sävehof vann síðustu tvo leikina og tryggði sér sinn sjötta meistaratitil og þann fyrsta síðan 2012.

Ágúst Elí stóð í marki Sävehof allan leikinn og varði átta skot, þar af tvö vítaköst (30%).

Hafnfirðingurinn er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku og það hefði ekki gengið betur.

Sävehof var undir í hálfleik, 10-11, en hafði mikla yfirburði í seinni hálfleik sem liðið vann, 9-17, og leikinn, 20-27.

Ágúst Elí er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Grikklandi og Tyrklandi í síðustu tveimur leikjum liðsins í undankeppni EM í næsta mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.