Er allt að springa vegna Fortnite? Björn Berg Gunnarsson skrifar 31. maí 2019 13:07 Ég hugsa að foreldrar mínir hafi nú haft takmarkaðan skilning á því hvers vegna ég las aftan á körfuboltamyndir heilu kvöldin sem krakki vegna þess að það var svo mikilvægt að muna upp á aukastaf hvað Mark Price gaf margar stoðsendingar. Ekki var betra að vita af mér hangandi tímunum saman fyrir utan Hótel Sögu í von um að krækja í eiginhandaráritun erlendra landsliðsmanna. Þetta var sakleysisleg iðja og ekkert til að kippa sér upp við, en annað hefði eflaust verið uppi á teningnum hefði þetta verið farið að kosta umtalsverða fjármuni og rifrildi á heimilinu. Hvað ef ég hefði setið fastur við tölvuna daginn út og inn, eyðandi peningum í að kaupa föt á persónu í tölvuleik? Þau hefðu ekki botnað neitt í neinu, reynt að stöðva þessa vitleysu í mér og ég orðið pirraður á að þau skildu ekki hvers vegna þetta var mér svona mikilvægt. Gagnkvæmt skilningsleysi gerir ekkert nema að auka gremju. Þegar við ræðum það sem okkur er kært og fáum ekkert nema skæting á móti er ólíklegt að málin leysist á farsælan hátt, einkum þegar hvorugur málsaðili getur sett sig í spor hins. Það vantar ekki dæmin um ofangreint, hvort sem litið er til daglegra samskipta fólks eða milliríkjadeilna. Það skiptir enginn um skoðun við að vera úthrópaður vitleysingur. Meðal þess sem getur verið erfitt að skilja eru áhugamál barna. Þetta eiga ýmsir foreldrar við þessa dagana, ekki síst í tengslum við útgjöld barna sinna í tölvuleikjum á borð við Fortnite. Þrátt fyrir að ekkert kosti að spila leikinn þénuðu framleiðendur hans, Epic Games, 300 milljarða króna á síðasta ári, eingöngu vegna kaupa leikmanna á lítilsháttar viðbótum við leikinn. Fyrirtækið gefur engar sundurliðaðar tölur um hverjir eyða mestu en samkvæmt rannsókn LendEDU vestanhafs síðasta sumar ver mikill meirihluti einhverjum upphæðum í viðbætur við leikinn, að meðaltali um 10.000 kr. hver og hafði þriðjungur aldrei keypt slíkar viðbætur áður. Hér á landi er að finna mýmörg dæmi um krakka sem eytt hafa tugum eða hundruðum þúsunda króna í slík kaup. Um þetta hefur verið rætt fram og til baka. En hvað geta foreldrar gert? Fyrsta skrefið er að kynna sér þá leiki sem börnin spila, hvers vegna það er meira en að segja það að stöðva leikinn fyrirvaralaust og hvaða máli viðbætur skipta. Sá sem talar við þau af þekkingar- og skilningsleysi nær ekki til þeirra og með smá undirbúningi skilar umræða um takmarkanir betri árangri. Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) hafa auk þess boðið upp á sumarnámskeið sem hafa skilað þeim árangri að hegðun barna í tengslum við leikjaspilun breytist til góðs. Kostnaður við tölvuleikjaiðkun gefur ágætis tilefni til að ræða við börn um skynsamlega meðferð peninga, nokkuð sem foreldrar gera allt of sjaldan. Krakkar eru ekki vitlausir og það er vel hægt að ná til þeirra ef við förum rétt að því.Björn Berg GunnarssonDeildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Leikjavísir Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hugsa að foreldrar mínir hafi nú haft takmarkaðan skilning á því hvers vegna ég las aftan á körfuboltamyndir heilu kvöldin sem krakki vegna þess að það var svo mikilvægt að muna upp á aukastaf hvað Mark Price gaf margar stoðsendingar. Ekki var betra að vita af mér hangandi tímunum saman fyrir utan Hótel Sögu í von um að krækja í eiginhandaráritun erlendra landsliðsmanna. Þetta var sakleysisleg iðja og ekkert til að kippa sér upp við, en annað hefði eflaust verið uppi á teningnum hefði þetta verið farið að kosta umtalsverða fjármuni og rifrildi á heimilinu. Hvað ef ég hefði setið fastur við tölvuna daginn út og inn, eyðandi peningum í að kaupa föt á persónu í tölvuleik? Þau hefðu ekki botnað neitt í neinu, reynt að stöðva þessa vitleysu í mér og ég orðið pirraður á að þau skildu ekki hvers vegna þetta var mér svona mikilvægt. Gagnkvæmt skilningsleysi gerir ekkert nema að auka gremju. Þegar við ræðum það sem okkur er kært og fáum ekkert nema skæting á móti er ólíklegt að málin leysist á farsælan hátt, einkum þegar hvorugur málsaðili getur sett sig í spor hins. Það vantar ekki dæmin um ofangreint, hvort sem litið er til daglegra samskipta fólks eða milliríkjadeilna. Það skiptir enginn um skoðun við að vera úthrópaður vitleysingur. Meðal þess sem getur verið erfitt að skilja eru áhugamál barna. Þetta eiga ýmsir foreldrar við þessa dagana, ekki síst í tengslum við útgjöld barna sinna í tölvuleikjum á borð við Fortnite. Þrátt fyrir að ekkert kosti að spila leikinn þénuðu framleiðendur hans, Epic Games, 300 milljarða króna á síðasta ári, eingöngu vegna kaupa leikmanna á lítilsháttar viðbótum við leikinn. Fyrirtækið gefur engar sundurliðaðar tölur um hverjir eyða mestu en samkvæmt rannsókn LendEDU vestanhafs síðasta sumar ver mikill meirihluti einhverjum upphæðum í viðbætur við leikinn, að meðaltali um 10.000 kr. hver og hafði þriðjungur aldrei keypt slíkar viðbætur áður. Hér á landi er að finna mýmörg dæmi um krakka sem eytt hafa tugum eða hundruðum þúsunda króna í slík kaup. Um þetta hefur verið rætt fram og til baka. En hvað geta foreldrar gert? Fyrsta skrefið er að kynna sér þá leiki sem börnin spila, hvers vegna það er meira en að segja það að stöðva leikinn fyrirvaralaust og hvaða máli viðbætur skipta. Sá sem talar við þau af þekkingar- og skilningsleysi nær ekki til þeirra og með smá undirbúningi skilar umræða um takmarkanir betri árangri. Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) hafa auk þess boðið upp á sumarnámskeið sem hafa skilað þeim árangri að hegðun barna í tengslum við leikjaspilun breytist til góðs. Kostnaður við tölvuleikjaiðkun gefur ágætis tilefni til að ræða við börn um skynsamlega meðferð peninga, nokkuð sem foreldrar gera allt of sjaldan. Krakkar eru ekki vitlausir og það er vel hægt að ná til þeirra ef við förum rétt að því.Björn Berg GunnarssonDeildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar