Er allt að springa vegna Fortnite? Björn Berg Gunnarsson skrifar 31. maí 2019 13:07 Ég hugsa að foreldrar mínir hafi nú haft takmarkaðan skilning á því hvers vegna ég las aftan á körfuboltamyndir heilu kvöldin sem krakki vegna þess að það var svo mikilvægt að muna upp á aukastaf hvað Mark Price gaf margar stoðsendingar. Ekki var betra að vita af mér hangandi tímunum saman fyrir utan Hótel Sögu í von um að krækja í eiginhandaráritun erlendra landsliðsmanna. Þetta var sakleysisleg iðja og ekkert til að kippa sér upp við, en annað hefði eflaust verið uppi á teningnum hefði þetta verið farið að kosta umtalsverða fjármuni og rifrildi á heimilinu. Hvað ef ég hefði setið fastur við tölvuna daginn út og inn, eyðandi peningum í að kaupa föt á persónu í tölvuleik? Þau hefðu ekki botnað neitt í neinu, reynt að stöðva þessa vitleysu í mér og ég orðið pirraður á að þau skildu ekki hvers vegna þetta var mér svona mikilvægt. Gagnkvæmt skilningsleysi gerir ekkert nema að auka gremju. Þegar við ræðum það sem okkur er kært og fáum ekkert nema skæting á móti er ólíklegt að málin leysist á farsælan hátt, einkum þegar hvorugur málsaðili getur sett sig í spor hins. Það vantar ekki dæmin um ofangreint, hvort sem litið er til daglegra samskipta fólks eða milliríkjadeilna. Það skiptir enginn um skoðun við að vera úthrópaður vitleysingur. Meðal þess sem getur verið erfitt að skilja eru áhugamál barna. Þetta eiga ýmsir foreldrar við þessa dagana, ekki síst í tengslum við útgjöld barna sinna í tölvuleikjum á borð við Fortnite. Þrátt fyrir að ekkert kosti að spila leikinn þénuðu framleiðendur hans, Epic Games, 300 milljarða króna á síðasta ári, eingöngu vegna kaupa leikmanna á lítilsháttar viðbótum við leikinn. Fyrirtækið gefur engar sundurliðaðar tölur um hverjir eyða mestu en samkvæmt rannsókn LendEDU vestanhafs síðasta sumar ver mikill meirihluti einhverjum upphæðum í viðbætur við leikinn, að meðaltali um 10.000 kr. hver og hafði þriðjungur aldrei keypt slíkar viðbætur áður. Hér á landi er að finna mýmörg dæmi um krakka sem eytt hafa tugum eða hundruðum þúsunda króna í slík kaup. Um þetta hefur verið rætt fram og til baka. En hvað geta foreldrar gert? Fyrsta skrefið er að kynna sér þá leiki sem börnin spila, hvers vegna það er meira en að segja það að stöðva leikinn fyrirvaralaust og hvaða máli viðbætur skipta. Sá sem talar við þau af þekkingar- og skilningsleysi nær ekki til þeirra og með smá undirbúningi skilar umræða um takmarkanir betri árangri. Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) hafa auk þess boðið upp á sumarnámskeið sem hafa skilað þeim árangri að hegðun barna í tengslum við leikjaspilun breytist til góðs. Kostnaður við tölvuleikjaiðkun gefur ágætis tilefni til að ræða við börn um skynsamlega meðferð peninga, nokkuð sem foreldrar gera allt of sjaldan. Krakkar eru ekki vitlausir og það er vel hægt að ná til þeirra ef við förum rétt að því.Björn Berg GunnarssonDeildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Leikjavísir Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég hugsa að foreldrar mínir hafi nú haft takmarkaðan skilning á því hvers vegna ég las aftan á körfuboltamyndir heilu kvöldin sem krakki vegna þess að það var svo mikilvægt að muna upp á aukastaf hvað Mark Price gaf margar stoðsendingar. Ekki var betra að vita af mér hangandi tímunum saman fyrir utan Hótel Sögu í von um að krækja í eiginhandaráritun erlendra landsliðsmanna. Þetta var sakleysisleg iðja og ekkert til að kippa sér upp við, en annað hefði eflaust verið uppi á teningnum hefði þetta verið farið að kosta umtalsverða fjármuni og rifrildi á heimilinu. Hvað ef ég hefði setið fastur við tölvuna daginn út og inn, eyðandi peningum í að kaupa föt á persónu í tölvuleik? Þau hefðu ekki botnað neitt í neinu, reynt að stöðva þessa vitleysu í mér og ég orðið pirraður á að þau skildu ekki hvers vegna þetta var mér svona mikilvægt. Gagnkvæmt skilningsleysi gerir ekkert nema að auka gremju. Þegar við ræðum það sem okkur er kært og fáum ekkert nema skæting á móti er ólíklegt að málin leysist á farsælan hátt, einkum þegar hvorugur málsaðili getur sett sig í spor hins. Það vantar ekki dæmin um ofangreint, hvort sem litið er til daglegra samskipta fólks eða milliríkjadeilna. Það skiptir enginn um skoðun við að vera úthrópaður vitleysingur. Meðal þess sem getur verið erfitt að skilja eru áhugamál barna. Þetta eiga ýmsir foreldrar við þessa dagana, ekki síst í tengslum við útgjöld barna sinna í tölvuleikjum á borð við Fortnite. Þrátt fyrir að ekkert kosti að spila leikinn þénuðu framleiðendur hans, Epic Games, 300 milljarða króna á síðasta ári, eingöngu vegna kaupa leikmanna á lítilsháttar viðbótum við leikinn. Fyrirtækið gefur engar sundurliðaðar tölur um hverjir eyða mestu en samkvæmt rannsókn LendEDU vestanhafs síðasta sumar ver mikill meirihluti einhverjum upphæðum í viðbætur við leikinn, að meðaltali um 10.000 kr. hver og hafði þriðjungur aldrei keypt slíkar viðbætur áður. Hér á landi er að finna mýmörg dæmi um krakka sem eytt hafa tugum eða hundruðum þúsunda króna í slík kaup. Um þetta hefur verið rætt fram og til baka. En hvað geta foreldrar gert? Fyrsta skrefið er að kynna sér þá leiki sem börnin spila, hvers vegna það er meira en að segja það að stöðva leikinn fyrirvaralaust og hvaða máli viðbætur skipta. Sá sem talar við þau af þekkingar- og skilningsleysi nær ekki til þeirra og með smá undirbúningi skilar umræða um takmarkanir betri árangri. Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) hafa auk þess boðið upp á sumarnámskeið sem hafa skilað þeim árangri að hegðun barna í tengslum við leikjaspilun breytist til góðs. Kostnaður við tölvuleikjaiðkun gefur ágætis tilefni til að ræða við börn um skynsamlega meðferð peninga, nokkuð sem foreldrar gera allt of sjaldan. Krakkar eru ekki vitlausir og það er vel hægt að ná til þeirra ef við förum rétt að því.Björn Berg GunnarssonDeildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun