Handbolti

Sjáðu Alfreð lenda í kampavíns- og bjórsturtu þegar hann tók við bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason þurfti að nota bikarinn til skýla sér.
Alfreð Gíslason þurfti að nota bikarinn til skýla sér. Getty/Sascha Klahn/
Alfreð Gíslason stýrði Kiel til sigurs í EHF-bikarnum um helgina og auðvitað var mikið fagnað í leikslok enda fyrsti Evróputitill félagsins í sjö ár.

Alfreð er að hætta sem þjálfari Kiel í vor og því sérstaklega skemmtilegt fyrir hann að enda með því að bæta fleiri titlum við í safnið.

Kiel hafði áður unnið þýsku bikarkeppnina á þessu tímabili er enn í baráttu við Flensburg um þýska titilinn í deildinni. Alfreð hefur unnið þýsku deildina sex sinnum með Kiel.

Alfreð gerði Kiel um helgina að Evrópumeisturum í þriðja sinn en liðið vann Meistaradeildina tvívegis undir hans stjórn eða 2010 og 2012. Alfreð vann einnig tvo Evróputitla með SC Magdeburg á sínum tíma. Þetta er því fimmti Evróputitill hans.

Kiel setti inn skemmtilegt myndband á Twitter-síðu sína þegar þjálfari og leiðtogi liðsins, Alfreð Gíslason, lyfti Evrópubikarnum.

Lærisveinar hans notuðu nefnilega tækifærið og skelltu þjálfara sínum í mikla kampavíns- og bjórsturtu eins og sjá má hér fyrir neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×