Golden State Warriors í lokaúrslitin fimmta árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2019 07:15 Stephen Curry fagnar í nótt. Getty/ Steve Dykes Golden State Warriors sópaði Portland Trail Blazers í sumarfrí í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt eftir 119-117 í fjórða leiknum en meistararnir þurftu framlengingu til að klára dæmið í nótt. Stephen Curry og Draymond Green buðu upp á sögulega frammistöðu en þetta var í fyrsta sinn sem tveir liðsfélagar ná þrennu í sama leiknum í úrslitakeppni NBA. Stephen Curry var með 37 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar en Draymond Green skoraði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 17 stig.20 PTS | 13 REB | 12 AST 18 PTS | 14 REB | 11 AST The BEST PLAYS from @Money23Green's back-to-back triple-doubles in the @warriors Game 3 and Game 4 victories! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/vkb4og48cU — NBA (@NBA) May 21, 2019Golden State þurfti virkilega á þeim Curry og Green að halda þar sem liðið var án þeirra Kevin Durant, Andre Iguodala og DeMarcus Cousins sem allir hafa meiðst í úrslitakeppninni. Golden State ætti að fá góðan tíma til að safna kröftum og ná sér heilum fyrir lokaúrslitin um titilinn. Staðan í hinu einvíginu í Austurdeildinni er 2-1 fyrir Milwaukee Bucks á móti Toronto Raptors en fjórði leikurinn er í nótt. Lokaúrslitin byrja ekki fyrr en eftir níu daga eða 30. maí. Eitt er víst að þá byrjar Golden State á útivelli þar sem Milwaukee Bucks og Toronto Raptors voru bæði með betra sigurhlutfall í deildinni í vetur.the best buckets down the stretch as the @warriors top POR to advance to their 5th consecutive #NBAFinals presented by YouTube TV! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/Ryr28HYA3L — NBA (@NBA) May 21, 2019Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Golden State vinnur upp gott forskot Portland. Að þessu sinni komst Trail Blazers liðið sautján stigum yfir en var mest 18 stigum yfir í leik þrjú og mest sautján stigum yfir í leik tvö. „Við höfum verið hér áður og við höfum séð allt, upplifað allt sem hægt er að ímynda sér. Við notfærðum okkur þá reynslu,“ sagði Stephen Curry eftir leikinn."Everybody stepped up..."@StephenCurry30 speaks on the @warriors team effort in the Game 4 OT win! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/EhFDH6babv — NBA (@NBA) May 21, 2019Golden State er fyrsta NBA-liðið sem kemst í lokaúrslitin fimm ár í röð síðan að Boston Celtics fór tíu ár í röð alla leið frá 1957 til 1966. Damian Lillard var með 28 stig og 12 stoðsendingar fyrir Portland Trail Blazers en það var ekki nóg. Meyers Leonard var síðan með 30 stig og 12 fráköst.The #GLeagueAlum duo of Kevon Looney & Alfonzo McKinnie made key contributions in the Game 4 win, helping the @warriors secure their 5th straight trip to the #NBAFinals! @Loon_Rebel5: 12 PTS, 14 REB@_Alvo_: 12 PTS, 2 REB#NBAPlayoffspic.twitter.com/hSK1AVeXCF — NBA G League (@nbagleague) May 21, 2019The @warriors are presented their 5th straight Western Conference Finals trophy! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/VdcBrIetpf — NBA (@NBA) May 21, 2019 NBA Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Golden State Warriors sópaði Portland Trail Blazers í sumarfrí í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt eftir 119-117 í fjórða leiknum en meistararnir þurftu framlengingu til að klára dæmið í nótt. Stephen Curry og Draymond Green buðu upp á sögulega frammistöðu en þetta var í fyrsta sinn sem tveir liðsfélagar ná þrennu í sama leiknum í úrslitakeppni NBA. Stephen Curry var með 37 stig, 12 fráköst og 11 stoðsendingar en Draymond Green skoraði 18 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 17 stig.20 PTS | 13 REB | 12 AST 18 PTS | 14 REB | 11 AST The BEST PLAYS from @Money23Green's back-to-back triple-doubles in the @warriors Game 3 and Game 4 victories! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/vkb4og48cU — NBA (@NBA) May 21, 2019Golden State þurfti virkilega á þeim Curry og Green að halda þar sem liðið var án þeirra Kevin Durant, Andre Iguodala og DeMarcus Cousins sem allir hafa meiðst í úrslitakeppninni. Golden State ætti að fá góðan tíma til að safna kröftum og ná sér heilum fyrir lokaúrslitin um titilinn. Staðan í hinu einvíginu í Austurdeildinni er 2-1 fyrir Milwaukee Bucks á móti Toronto Raptors en fjórði leikurinn er í nótt. Lokaúrslitin byrja ekki fyrr en eftir níu daga eða 30. maí. Eitt er víst að þá byrjar Golden State á útivelli þar sem Milwaukee Bucks og Toronto Raptors voru bæði með betra sigurhlutfall í deildinni í vetur.the best buckets down the stretch as the @warriors top POR to advance to their 5th consecutive #NBAFinals presented by YouTube TV! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/Ryr28HYA3L — NBA (@NBA) May 21, 2019Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Golden State vinnur upp gott forskot Portland. Að þessu sinni komst Trail Blazers liðið sautján stigum yfir en var mest 18 stigum yfir í leik þrjú og mest sautján stigum yfir í leik tvö. „Við höfum verið hér áður og við höfum séð allt, upplifað allt sem hægt er að ímynda sér. Við notfærðum okkur þá reynslu,“ sagði Stephen Curry eftir leikinn."Everybody stepped up..."@StephenCurry30 speaks on the @warriors team effort in the Game 4 OT win! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/EhFDH6babv — NBA (@NBA) May 21, 2019Golden State er fyrsta NBA-liðið sem kemst í lokaúrslitin fimm ár í röð síðan að Boston Celtics fór tíu ár í röð alla leið frá 1957 til 1966. Damian Lillard var með 28 stig og 12 stoðsendingar fyrir Portland Trail Blazers en það var ekki nóg. Meyers Leonard var síðan með 30 stig og 12 fráköst.The #GLeagueAlum duo of Kevon Looney & Alfonzo McKinnie made key contributions in the Game 4 win, helping the @warriors secure their 5th straight trip to the #NBAFinals! @Loon_Rebel5: 12 PTS, 14 REB@_Alvo_: 12 PTS, 2 REB#NBAPlayoffspic.twitter.com/hSK1AVeXCF — NBA G League (@nbagleague) May 21, 2019The @warriors are presented their 5th straight Western Conference Finals trophy! #StrengthInNumbers#NBAPlayoffspic.twitter.com/VdcBrIetpf — NBA (@NBA) May 21, 2019
NBA Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira