Viðskipti innlent

Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður stýrivaxtalækkun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka meginvexti bankans um 0,5 prósentustig á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. Beint streymi frá fundinum má nálgast í spilaranum neðst í fréttinni.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur og nefndarmaður í peningastefnunefnd, gera grein fyrir efni Peningamála, ákvörðun nefndarinnar og þeim rökum sem að baki liggja. 

Sjá einnig: Seðlabankinn lækkar stýrivexti

Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans hafa hagvaxtarhorfur breyst verulega frá síðustu spá bankans. Í stað 1,8 prósenta hagvaxtar á þessu ári eins og gert var ráð fyrir í febrúar er nú spáð 0,4 prósenta samdrætti.

Már er formaður peningastefnunefndar en aðrir nefndarmenn eru, auk hans og Þórarins, Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri, Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.