Handbolti

Guðjón Valur funheitur í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Valur í leik með Ljónunum.
Guðjón Valur í leik með Ljónunum. vísir/getty

Rhein-Neckar Löwen er með 50 stig í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar eftir sigur á Göppingen, 33-27, á heimavelli í kvöld.

Guðjón Valur Sigurðsson átti flottan leik í kvöld. Hann skoraði sex mörk úr átta skotum en markahæstur var Andy Schmid með tólf mörk. Alexander Petersson var ekki í hópnum.

Löwen er með 50 stig í þriðja sætinu en Kiel er í öðru sætinu með 56 stig. Flensburg vann öruggan sigur á Stuttgart i kvöld og er með 60 stig á toppnum.

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Erlangen töpuðu á útivelli, 26-25, fyrir Leipzig eftir að hafa verið 14-12 yfir í hálfleik. Erlangen er í níunda sæti deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.