Fótbolti

Valencia afgreiddi Barcelona og er spænskur bikarmeistari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Valencia fagna.
Leikmenn Valencia fagna. vísir/getty
Valencia er spænskur bikarmeistari eftir að hafa unnið 2-1 sigur á Barcelona í úrslitaleik bikarsins sem fór fram á heimavelli Real Betis í kvöld.

Það var kraftur í liði Valencia í fyrri hálfleik sem ætlaði að eyðileggja fyrir Barcelona sem stefndi á það að tryggja sér tvennuna, annað árið í röð.

Á 21. mínútu kom fyrsta markið er framherjinn ótrúlegi Kevin Gameiro kom Valencia yfir og tólf mínútum síðar tvöfaldaði Rodrigo forystuna. 2-0 í hálfleik.

Það tók langan tíma fyrir Börsunga að brjóta niður múr Valencia en Lionel Messi minnkaði muninn í 2-1 á 73. mínútu eftir að boltinn féll fyrir hann eftir hornspyrnu.





Nær komust Börsungar ekki og Valencia er spænskur bikarmeistari í fyrsta skipti síðan tímabilið 2007/2008. Vonbrigðartímabil hjá Barcelona þar sem einungis einn titill kom í hús; spænski meistaratitillinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×