Fótbolti

Valencia afgreiddi Barcelona og er spænskur bikarmeistari

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Valencia fagna.
Leikmenn Valencia fagna. vísir/getty

Valencia er spænskur bikarmeistari eftir að hafa unnið 2-1 sigur á Barcelona í úrslitaleik bikarsins sem fór fram á heimavelli Real Betis í kvöld.

Það var kraftur í liði Valencia í fyrri hálfleik sem ætlaði að eyðileggja fyrir Barcelona sem stefndi á það að tryggja sér tvennuna, annað árið í röð.

Á 21. mínútu kom fyrsta markið er framherjinn ótrúlegi Kevin Gameiro kom Valencia yfir og tólf mínútum síðar tvöfaldaði Rodrigo forystuna. 2-0 í hálfleik.

Það tók langan tíma fyrir Börsunga að brjóta niður múr Valencia en Lionel Messi minnkaði muninn í 2-1 á 73. mínútu eftir að boltinn féll fyrir hann eftir hornspyrnu.
Nær komust Börsungar ekki og Valencia er spænskur bikarmeistari í fyrsta skipti síðan tímabilið 2007/2008. Vonbrigðartímabil hjá Barcelona þar sem einungis einn titill kom í hús; spænski meistaratitillinn.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.