Handbolti

Tíu íslensk mörk í sigri Bjarka á Guðjóni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bjarki Már Elísson var í sigurliði í kvöld.
Bjarki Már Elísson var í sigurliði í kvöld. vísir/getty

Füchse Berlin vann eins marks sigur á Rhein-Neckar Löwen, 34-33, er liðin mættust í þriðju síðustu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Füchse Berlin var með öll tökin á leiknum í fyrri hálfleik og voru sex mörkum yfir er liðin gengu til búningsherbergja, 20-14.

Veislunni var þó ekki lokið því hægt og rólega í síðari hálfleik minnkuðu Ljónin muninn. Þeir minnkuðu muninn í eitt mark er mínúta var eftir en nær komust þeir ekki.

Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk fyrir Füchse en hjá Löwen var Guðjón Valur Sigurðsson markahæstur með sjö mörk.

Füchse er í fimmta sæti deildarinnar með 38 stig en Löwen eru í þriðja sætinu með 50 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.