Formúla 1

Ekkert stöðvar Hamilton sem hefur unnið fjórar af fyrstu sex keppnum tímabilsins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Magnaður Hamilton.
Magnaður Hamilton. vísir/getty
Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í Mónakó kappakstrinum sem lauk fyrir skömmu en hann hóf keppnina á ráspól í dag.

Þrátt fyrir að hafa byrjað á ráspól og komið fyrstur í mark var þar með ekki sagt að þetta hafi verið þægilegt fyrir Hamilton en mikið var sótt að honum. Hann hafði þetta þó að endingu.







Max Verstappen, Red Bull, kom annar í mark en refsing gerði það að verkum að hann var færður niður um tvö sæti og endar í fjórða sætinu.

Sebastian Vettel, fyrrum heimsmeistarinn, úr röðum Ferrari varð því annar og Valtteri Bottas, samherji Hamilton, var þriðji.

Ríkjandi heimsmeistarinn, Hamilton, hefur því unnið fjórar af fyrstu sex keppnunum en Mercedes hefur unnið allar sex keppninar sem hafa farið fram á þessu tímabili.

Næsta keppni fer fram í Kanada 9. júní.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×