Viðskipti innlent

Breskur fjárfestir leitar á náðir ríkisins vegna sæstrengs til Íslands

Samúel Karl Ólason skrifar
Sæstrengurinn yrði mögulega sá lengsti í heimi og færi á milli meginlands Englands og Íslands.
Sæstrengurinn yrði mögulega sá lengsti í heimi og færi á milli meginlands Englands og Íslands. Google Maps

Edi Truell, breskur fjárfestir, krefst þess að yfirvöld í Bretlandi skilgreini fyrirtækið Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda og samþykki lagningu sæstrengs til Íslands. Skilgreiningin myndi gera fyrirtækinu kleift að selja raforku á niðurgreiddu verði og mun það vera stór þáttur í því að Truell geti fengið fjárfesta að verkefninu, sem kallast IceLink.

Því hefur Truell þrýst á Greg Clark, viðskiptaráðherra Bretlands, samkvæmt The Times (áskriftarvefur), og sagt að fjármagn sé klárt og það eina sem hann þurfi sé samþykki ríkisstjórnarinnar. Hann segir bankann JP Morgan vera með 25 fjárfesta sem muni koma að verkefninu og í gegnum þá gæti hann tryggt 2,5 milljarða punda til sæstrengsins, jafnvirði um 400 milljarða króna.

Verkefnið muni ekki kosta breska ríkið neitt og gæti skapað yfir 800 störf í Bretlandi, samkvæmt Truell. Hann hefur unnið að lagningu 1.600 kílómetra langs sæstrengs til Íslands frá 2012, samkvæmt vef Atlantic Superconnection.

Fyrirtækið þyrfti þó einnig samþykki Alþingis til að leggja sæstreng, þar sem til stendur að setja lög þess eðlis, og annarra stofnanna hér á landi. Til að ítreka þá stöðu Íslands ákváðu stjórnarflokkar Íslands í mars að umsókn um sæstrengsverkefnið IceLink yrði dregin til baka.

Sjá einnig: Segir Ís­lendinga hafa full yfir­ráð í raf­orku­málum í orku­pakka III

Yfirlýst stefna stjórnvalda Bretlands er að auka verulega innflutning á raforku í gegnum sæstrengi á næstu árum en til stendur að hætta notkun kjarnorku- og kolavera þar í landi árið 2025.

Sjá einnig: Allt að ellefu strengir á teikniborðinu

IceLink fór á sérstakan verkefnalista sem kallast „Project of Common Interest“ að beiðni Landsnets og Landsvirkjunar árið 2015, eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, og David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, funduðu í Reykjavík í október það ár. Þeir stofnuðu sérstaka orkunefnd sem kannaði hvort verkefnið væri fýsilegt.

Samkvæmt yfirlýsingu nefndarinnar töldu meðlimir hennar svo vera. Frekari viðræður á milli yfirvalda Íslands og Bretlands væru þó nauðsynlegar.


Tengdar fréttir

Sigmundur Davíð einn á móti þriðja orkupakkanum í utanríkismálanefnd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sagði á Alþingi í gærkvöldi í umræðu um þriðja orkupakkann að veik staða Eftirlitsstofnunar EFTA gagnvart ACER, stofnun Evrópusambandsins, hefði það í för með sér að gengið væri framhjá tveggja stoða kerfi EES-samningsins með þriðja orkupakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.