Handbolti

Ágúst og félagar náðu í oddaleik eftir framlengingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ágúst Elí Björgvinsson í leik með íslenska landsliðinu.
Ágúst Elí Björgvinsson í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty

Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í Sävehof tryggðu sér úrslitaleik um Svíþjóðarmeistaratitilinn með sigri á Alingsas í fjórða leik liðanna í úrslitunum.

Ágúst Elí átti ágætan leik í marki Sävehof, varði 14 bolta og var með um 35 prósenta markvörslu. Heimamenn í Sävehof unnu leikinn 32-29 eftir framlengingu.

Heimamenn voru með yfirhöndina nærri allan leikinn, en staðan var 15-12 í hálfleik. Þeir voru með tveggja marka forystu þegar tvær og hálf mínúta voru eftir af leiknum en náðu ekki að halda út, venjulegum leiktíma lauk með 26-26 jafntefli.

Viktor Ottosson skoraði fyrsta mark framlengingarinnar fyrir Sävehof og kom þeim á bragðið. Heimamenn héldu yfirhöndinni út leikinn og jöfnuðu einvígið í 2-2.

Það verður því hreinn og beinn úrslitaleikur um titilinn þegar liðin mætast í oddaleik á fimmtudagskvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.