Viðskipti innlent

Níu sagt upp hjá Arion banka

Birgir Olgeirsson skrifar
Fækkun starfsfólk á öðrum ársfjórðungi nemur um 20.
Fækkun starfsfólk á öðrum ársfjórðungi nemur um 20. FBL/Anton
Arion banki sagði upp níu starfsmönnum í gær. Fyrst var greint frá uppsögnunum á vef Kjarnans en Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs Arion, segir í svari til Vísis að fyrst og fremst hafi það verið starfsfólk í höfuðstöðvum bankans sem var látið fara.

Hann segir bankann hafa almennt verið á þeirri vegferð að auka skilvirkni í rekstrinum.

„Starfsfólki bankans hefur fækkað jafnt og þétt á undanförnum árum og höfum við reynt að nýta starfsmannaveltu eins og hægt er en það dugar ekki alltaf til. Ef horft er til allrar starfsmannaveltu og annars ársfjórðungs þá má ætla að fækkun starfsfólks nemi u.þ.b. 20,“ segir Haraldur Guðni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×