Vísitöluhækkanir og ný byggingarreglugerð auka kostnaðinn við Hús íslenskunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. maí 2019 12:33 Hús íslenskunnar mun rísa á næstu árum en áætlað er að það kosti um 6,2 milljarða króna í byggingu. Hækkun kostnaðaráætlunar vegna byggingar Húss íslenskunnar skýrist af vísitöluhækkunum og nýrri byggingarreglugerð frá árinu 2012 sem taka þarf tillit til. Þetta kemur fram í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið. Samkvæmt greiningu Framkvæmdasýslu ríkisins er hækkun á kostnaði við bygginguna frá því sem var árið 2013 26 prósent að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Áætlunin nú hljóðar upp á um 6,2 milljarða króna en áætlunin frá 2013 uppreiknuð til febrúar 2019 hjá Framkvæmdasýslunni var upp á 4,9 milljarða. Í áætlun ársins 2019 er áfallinn kostnaður alls 713 milljónir en í áætluninni frá 2013 er þessi kostnaður eins og gefur að skilja 0 krónur. Tilboð ÍSTAKS í ár hljóðaði upp á 4,5 milljarða en tilboð JÁVERKS árið 2013 var 3,8 milljarðar. Verðlagsbreytingar á framkvæmdatíma nú eru áætlaðar 371 milljón króna en voru áætlaðar árið 2013 70 milljónir króna. Ófyrirséður verkframkvæmdakostnaður eykst einnig umtalvert nú; er 226 milljónir króna en var áætlaður 52 milljónir árið 2013. Samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmdasýslunni skýrist þessi mikli munur á þessum tveimur liðum af því að nú eru gerðar mun ítarlegri áætlanir um verðlagsbreytingar og ófyrirséðan kostnað en áður. Annar kostnaður sem tilgreindur er í áætluninni er rekstur á framkvæmdatímanum og opinber gjöld sem nú er áætlaður 30 milljónir króna en var áætlaður 150 milljónir árið 2013. Þá er áætlað að búnaður og listskreytingar kosti 166 milljónir nú en gert var ráð fyrir 224 milljónum króna í þennan lið árið 2013. Ráðgjöf er áætluð upp á 40 milljónir króna nú en var upp á 454 milljónir króna árið 2013. Þá hljóðar umsjón og eftirlit upp á 147 milljónir króna á áætlun ársins í ár en var upp á 186 milljónir 2013. Gert er ráð fyrir því að húsið verði tekið í notkun eftir um þrjú ár. Handritasafn Árna Magnússonar Menning Stjórnsýsla Tengdar fréttir Forða því að handritin fuðri upp í flugslysi Ekki var talið öruggt að hafa handritin á efri hæðum Húss íslenskunnar vegna nálægðar við Reykjavíkurflugvöll. 9. maí 2019 11:55 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Hækkun kostnaðaráætlunar vegna byggingar Húss íslenskunnar skýrist af vísitöluhækkunum og nýrri byggingarreglugerð frá árinu 2012 sem taka þarf tillit til. Þetta kemur fram í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið. Samkvæmt greiningu Framkvæmdasýslu ríkisins er hækkun á kostnaði við bygginguna frá því sem var árið 2013 26 prósent að teknu tilliti til verðlagsbreytinga. Áætlunin nú hljóðar upp á um 6,2 milljarða króna en áætlunin frá 2013 uppreiknuð til febrúar 2019 hjá Framkvæmdasýslunni var upp á 4,9 milljarða. Í áætlun ársins 2019 er áfallinn kostnaður alls 713 milljónir en í áætluninni frá 2013 er þessi kostnaður eins og gefur að skilja 0 krónur. Tilboð ÍSTAKS í ár hljóðaði upp á 4,5 milljarða en tilboð JÁVERKS árið 2013 var 3,8 milljarðar. Verðlagsbreytingar á framkvæmdatíma nú eru áætlaðar 371 milljón króna en voru áætlaðar árið 2013 70 milljónir króna. Ófyrirséður verkframkvæmdakostnaður eykst einnig umtalvert nú; er 226 milljónir króna en var áætlaður 52 milljónir árið 2013. Samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmdasýslunni skýrist þessi mikli munur á þessum tveimur liðum af því að nú eru gerðar mun ítarlegri áætlanir um verðlagsbreytingar og ófyrirséðan kostnað en áður. Annar kostnaður sem tilgreindur er í áætluninni er rekstur á framkvæmdatímanum og opinber gjöld sem nú er áætlaður 30 milljónir króna en var áætlaður 150 milljónir árið 2013. Þá er áætlað að búnaður og listskreytingar kosti 166 milljónir nú en gert var ráð fyrir 224 milljónum króna í þennan lið árið 2013. Ráðgjöf er áætluð upp á 40 milljónir króna nú en var upp á 454 milljónir króna árið 2013. Þá hljóðar umsjón og eftirlit upp á 147 milljónir króna á áætlun ársins í ár en var upp á 186 milljónir 2013. Gert er ráð fyrir því að húsið verði tekið í notkun eftir um þrjú ár.
Handritasafn Árna Magnússonar Menning Stjórnsýsla Tengdar fréttir Forða því að handritin fuðri upp í flugslysi Ekki var talið öruggt að hafa handritin á efri hæðum Húss íslenskunnar vegna nálægðar við Reykjavíkurflugvöll. 9. maí 2019 11:55 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Forða því að handritin fuðri upp í flugslysi Ekki var talið öruggt að hafa handritin á efri hæðum Húss íslenskunnar vegna nálægðar við Reykjavíkurflugvöll. 9. maí 2019 11:55