Körfubolti

Baldur tekur Brodnik með sér á Sauðárkrók

Anton Ingi Leifsson skrifar
Baldur messar yfir sínum mönnum síðasta vetur.
Baldur messar yfir sínum mönnum síðasta vetur. vísir/bára
Tindastóll er byrjað að þétta raðirnar fyrstu næstu leiktíð í Dominos-deild karla en í gær var tilkynnt að Jaka Brodnik væri kominn til félagsins.

Jaka lék með Þór Þorlákshöfn á síðustu leiktíð en hann fylgir því Baldri Þór Ragnarssyni sem þjálfaði Þór á ný yfirstöðnu tímabil og er búið að færa sig yfir í Síkið.

Jaka skoraði að meðaltali tæp fimmtán stig í liði Þórs síðasta vetur og var afar öflugur í liðinu sem kom mikið á óvart með því að slá út, einmitt, Tindastól í 8-liða úrslitum deildarinnar.

Hann er frá Slóveníu og er fyrsti erlendi leikmaðurinn sem skrifar undir samning við Tindastól um að leika með liðinu á næstu leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×