Of mörgum stöðvum mætt með álagningu Ari Brynjólfsson skrifar 11. maí 2019 08:00 Bensínstöð N1 í Stóragerði verður líklega lokað á næstu árum eftir hálfrar aldar rekstur. Fréttablaðið/Anton Brink „Það eru 46 bensínstöðvar í Reykjavík og ég held að það mótmæli því enginn að þær eru allt of margar,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þegar við bætist að borgin vill þróast hratt frá notkun jarðefnaeldsneytis vegna loftslagsmála liggur beint við að finna leiðir til að fækka bensínstöðvum. Það höfum við nú gert með því að móta samningsmarkmið og aðferðafræði til að hvetja til umbreytingar bensínstöðvalóða þannig að í staðinn komi íbúðir, hverfisverslanir eða önnur þjónusta.“ Sextán stöðvar eru í hæsta forgangi borgarinnar um lokun, er þá helst um að ræða bensínstöðvar í íbúahverfum. Þar á meðal eru bensínstöðvar við Stóragerði, Ægisíðu, Hringbraut og Skógarsel. „Borgin mun nú skipa samninganefnd sem mun setjast niður með olíufélögunum til að ná utan um næstu skref eins og hratt og markvisst og kostur er,“ segir Dagur. Már Erlingsson, aðstoðarforstjóri Skeljungs, segir áform borgarinnar ekki koma á óvart enda hafi stjórnendur Skeljungs átt fleiri en einn fund með borgaryfirvöldum um þetta mál. „Það hefur lengi legið fyrir að fjöldi bensínstöðva sé of mikill í Reykjavík, um það er ekki deilt,“ segir Már. Hefst nú vinna við að kynna sér þá hvata sem búið er að skilgreina fyrir olíufélögin til þess að flýta fyrir fækkun bensínstöðva. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, er jákvæður í garð tillagnanna. „Ég tel þetta jákvæða og eðlilega þróun. Við höfum bent á það á liðnum árum að það er allt of mikið framboð á bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu sem kemur þá niður á verði til neytenda. Menn hafa ekki séð hag í því að skera niður því þeir hafi getað mætt því með aukinni álagningu,“ segir Runólfur. „Við höfum talsvert fleiri bensínstöðvar á hvern íbúa en í samanburðarlöndunum. Í fimm kílómetra radíus frá Landspítalanum eru 28 bensínstöðvar.“ Runólfur segir ástæðu fjöldans ekki vera þá að borgarbúar eigi að jafnaði fleiri bíla en íbúar borga í samanburðarlöndunum. „Það er ekki skortur á þjónustustöðvum hér nema síður sé. Þeim fjölgaði á ákveðnu árabili umfram þróun íbúafjölda. Við sjáum það bara þegar við keyrum fram hjá mörgum bensínstöðvum að það er sáralítið um að vera við dælurnar.“ Skipulagsfulltrúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem Fréttablaðið náði tali af í gær sögðu engin áform uppi um að fara í sambærilegar aðgerðir og Reykjavíkurborg. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir það blasa við að bensínstöðvum komi til með að fækka eftir því sem rafbílaflotinn stækkar. „Mín skoðun er sú að fækkun bensínstöðva verði að gerast í samráði við eigendur þeirra og það blasir við að þeim muni fækka í framtíðinni eftir því sem rafvæðingu bílaflotans miðar áfram. Ég er hlynntari því að það gerist þannig í stað þess að sveitarfélagið setji einhverjar kvaðir þar að lútandi,“ segir Rósa. Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tengdar fréttir Þykir bensínstöðvafækkunin brött Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. 10. maí 2019 12:36 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
„Það eru 46 bensínstöðvar í Reykjavík og ég held að það mótmæli því enginn að þær eru allt of margar,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Þegar við bætist að borgin vill þróast hratt frá notkun jarðefnaeldsneytis vegna loftslagsmála liggur beint við að finna leiðir til að fækka bensínstöðvum. Það höfum við nú gert með því að móta samningsmarkmið og aðferðafræði til að hvetja til umbreytingar bensínstöðvalóða þannig að í staðinn komi íbúðir, hverfisverslanir eða önnur þjónusta.“ Sextán stöðvar eru í hæsta forgangi borgarinnar um lokun, er þá helst um að ræða bensínstöðvar í íbúahverfum. Þar á meðal eru bensínstöðvar við Stóragerði, Ægisíðu, Hringbraut og Skógarsel. „Borgin mun nú skipa samninganefnd sem mun setjast niður með olíufélögunum til að ná utan um næstu skref eins og hratt og markvisst og kostur er,“ segir Dagur. Már Erlingsson, aðstoðarforstjóri Skeljungs, segir áform borgarinnar ekki koma á óvart enda hafi stjórnendur Skeljungs átt fleiri en einn fund með borgaryfirvöldum um þetta mál. „Það hefur lengi legið fyrir að fjöldi bensínstöðva sé of mikill í Reykjavík, um það er ekki deilt,“ segir Már. Hefst nú vinna við að kynna sér þá hvata sem búið er að skilgreina fyrir olíufélögin til þess að flýta fyrir fækkun bensínstöðva. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, er jákvæður í garð tillagnanna. „Ég tel þetta jákvæða og eðlilega þróun. Við höfum bent á það á liðnum árum að það er allt of mikið framboð á bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu sem kemur þá niður á verði til neytenda. Menn hafa ekki séð hag í því að skera niður því þeir hafi getað mætt því með aukinni álagningu,“ segir Runólfur. „Við höfum talsvert fleiri bensínstöðvar á hvern íbúa en í samanburðarlöndunum. Í fimm kílómetra radíus frá Landspítalanum eru 28 bensínstöðvar.“ Runólfur segir ástæðu fjöldans ekki vera þá að borgarbúar eigi að jafnaði fleiri bíla en íbúar borga í samanburðarlöndunum. „Það er ekki skortur á þjónustustöðvum hér nema síður sé. Þeim fjölgaði á ákveðnu árabili umfram þróun íbúafjölda. Við sjáum það bara þegar við keyrum fram hjá mörgum bensínstöðvum að það er sáralítið um að vera við dælurnar.“ Skipulagsfulltrúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem Fréttablaðið náði tali af í gær sögðu engin áform uppi um að fara í sambærilegar aðgerðir og Reykjavíkurborg. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir það blasa við að bensínstöðvum komi til með að fækka eftir því sem rafbílaflotinn stækkar. „Mín skoðun er sú að fækkun bensínstöðva verði að gerast í samráði við eigendur þeirra og það blasir við að þeim muni fækka í framtíðinni eftir því sem rafvæðingu bílaflotans miðar áfram. Ég er hlynntari því að það gerist þannig í stað þess að sveitarfélagið setji einhverjar kvaðir þar að lútandi,“ segir Rósa.
Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tengdar fréttir Þykir bensínstöðvafækkunin brött Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. 10. maí 2019 12:36 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Þykir bensínstöðvafækkunin brött Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart. 10. maí 2019 12:36
Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent