Handbolti

Gunni Magg: Þurfum fyrst og fremst að skora meira en 22 mörk

Guðlaugur Valgeirsson skrifar
Aron Kristjánsson og Gunnar Magnússon á hliðarlínunni í kvöld
Aron Kristjánsson og Gunnar Magnússon á hliðarlínunni í kvöld vísir/vilhelm

Gunnar Magnússon þjálfari Hauka var svekktur með tap sinna manna og sagði að sóknarleikurinn hafi ekki verið nógu góður í kvöld.

„Við skorum 22 mörk í dag og það svona gerir gæfumuninn í dag. Fáum á okkur 27 mörk og varnarlega er ég nokkuð sáttur en við skorum ekki nóg og ég verð að hrósa Sölva, hann var frábær fyrir þá,” sagði Gunnar.

Haukar náðu þó yfirhöndinni um miðbik seinni hálfleiks en síðan fóru þeir að hiksta. Gunni sagði að það hefði verið vegna slæmrar færanýtingar.

„Það var bara það sama sem gerðist þá. Mjög oft í færum voru við ekki að klára nógu vel og við þurfum að gera betur þar. Þegar við vorum komnir inn í leikinn þá vorum við að klikka á dauðafærunum og það var það sem munaði í kvöld.”

Gunni sagði að lokum að þeir þyrftu að laga margt fyrir næsta leik en þó aðallega sóknarleikinn.

„Við þurfum að safna kröftum og vera klárir í Selfoss en fyrst og fremst þurfum við að skora meira en 22 mörk. Það segir sig sjálft,” sagði Gunnar Magnússon að lokum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.