Handbolti

Mjólkin skilar árangrinum á Selfossi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Það eru 27 ár síðan Selfoss var síðast í úrslitum um Íslandsmeistaratitil í handbolta. Sigurður Valur Sveinsson fór fyrir því liði en hann segir Selfyssinga ekki vera með betra lið í dag.

Selfoss tapaði fyrir FH í undanúrslitunum 1992, og þó Sigurður spái Selfossi 3-1 sigur á Haukum í úrslitaeinvíginu segir hann liðið í dag ekki vera betra en liðið 1992.

„Stórskemmtilegt að sjá þessa ungu drengi. Ótrúlegt hvað þeir hafa pungað út mörgum góðum strákum Selfyssingar,“ sagði Sigurður í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Þetta er akademían fyrir austan sem er að skila þessu held ég, og svo náttúrulega mjólkin.“

Selfoss vann Hauka í fyrsta leik úrslitanna í gærkvöld örugglega, 27-22.

„Elvar er orðinn heilsteyptur, það var ótrúlegt að sjá hann á HM í janúar óhræddan í vörn og sókn. Haukur er óslípaður demantur, stór og hefur þetta allt í sér.“

Liðin mætast öðru sinni á föstudagskvöld.


Klippa: Selfyssingar ekki betri í 27 árAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.