Handbolti

Oddur áfram á toppnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Oddur Gretarsson
Oddur Gretarsson Balingen

Oddur Grétarsson og félagar í Balingen-Weilstetten sitja áfram á toppi þýsku B-deildarinnar í handbolta eftir sigur á Essen í kvöld.

Oddur skoraði þrjú mörk í öruggum 32-25 sigri Balingen. Heimamenn höfðu leitt 20-8 í hálfleik og því aldrei spurning hvernig leikurinn myndi enda.

Balingen er með 55 stig eftir 35 leiki, einu stigi meira en Nordhorn-Lingen. Þrjár umferðir eru eftir af deildinni.

Oddur hefur verið frábær í liði Balingen í vetur og raðað inn mörkum en hann er sjötti markahæsti maður deildarinnar með 192 mörk. Markahæstur er Michael Spatz með 231 mark.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.