Á Vegagerðin að eiga rúturnar? Orri Hauksson skrifar 1. maí 2019 07:30 Íslenska vegakerfið hefur alla tíð verið vinsælt umræðuefni og tilefnunum til að færa það í tal er hreint ekki að fækka. Hundruð þúsunda ferðamanna nýta nú langferðabíla á ferðum sínum milli náttúruperlna, þannig að viðhald og uppbygging vega hefur vart undan álaginu. Mitt í þessu ati hefur engum dottið í hug að leggja til að Vegagerðin reki sjálf hin stórvirku samgöngutæki, sem aka á vegum landsins. Enda engin ástæða til. Þannig er staðan þó á íslenskum fjarskiptamarkaði. Borgarfyrirtækið Gagnaveita Reykjavíkur (GR) hefur fjárfest í fjarskiptalögnum að 100 þúsund heimilum á suðvesturhorninu, fyrir um 32 milljarða á núvirði. Þessar rándýru fjárfestingar mega þjónustuaðilar þó ekki nýta með beinum hætti til að keppa um hylli neytenda. Það skilyrði fylgir nefnilega, að með aðgangi að innviðum sé jafnframt keypt heildstæð þjónusta af borgarfyrirtækinu. Þjónustuveitendur skulu kaupa allt eða ekki neitt. Þetta er svipað og ef Vegagerðin gerði fyrirtækjum í ferðaþjónustu það skilyrði að nýta eingöngu langferðabíla frá Vegagerðinni sjálfri. Kynnisferðum, Gray Line og Snæland Grímssyni byðist þannig að nota eigin vörumerki og söluvefi til að selja sæti, en þó aðeins í þeim rútum sem Vegagerðin útvegar. Bifreiðar frá fyrirtækjunum sjálfum fengju ekki aðgang að hinu opinbera vegakerfi. Vegagerðin mundi góðfúslega benda þeim, sem hygðust nýta eigin fararskjóta, á að byggja sér sjálfir nýja vegi undir þá.Svifryki þyrlað upp Ofangreind stefna GR á tilurð sína í hugsunarhætti einokunar, að félagið þurfi að eiga nær alla virðiskeðju fjarskipta. Þetta lokaða fyrirkomulag leiðir af sér skort á samkeppni, þjónustuframboðið verður einsleitt og verðin þau sömu. Búnaður og tækni GR sjálfrar eru yfir og undir og allt um kring, en ekkert rými veitt til að hugsa út fyrir boxið. Ólíkt GR veit Vegagerðin að verkefnið, að leggja og reka innviði í landinu, gerir Vegagerðina ekki þess umkomna að ákveða þjónustustig í allri akstursþjónustu um landið. Er ekið að Gullfossi, Hjálparfossi eða Glymi? Fylgir leiðsögumaður sem talar katalónsku? Er hægt að kaupa ketófæði um borð? Vegagerðin veit, sem er, að hún á ekki að skipta sér af neinu af þessu. Gróska, nýsköpun og samkeppni leysist mun frekar úr læðingi ef hið opinbera gerir ekki þátttöku sína í nær allri virðiskeðjunni að skilyrði fyrir því að opinberir innviðir séu lagðir eða nýttir. Næsta þróun í fjarskiptum, svo sem 5G og internet hlutanna, byggist ekki á því að opinber fyrirtæki gíni yfir öllu, hvað þá að þau framkalli óþarft fjárfestingakapphlaup á suðvesturhorninu á kostnað framþróunar í öðrum landshlutum.Hundruðum milljóna hafnað Ljósleiðari er efnisþráður með nær óendanlega burðargetu. Þótt eitt tæknifyrirtæki nýti hann með tilteknum hætti er næg bandvídd fyrir aðra til að keppa um hylli neytenda. Það er grátlegt að á meðan víða um land eru takmarkaðar fjárfestingar í fjarskiptum, ætli Reykjavíkurborg sér að stuðla að óþarfa raski og áframhaldandi tvígreftri að heimilum, hér á takmörkuðum bletti landsins og jafnframt þeim þéttbýlasta. Möguleg viðskipti Símans við GR myndu færa borgarfyrirtækinu hundruð milljóna í tekjur á hverju ári. Af hverju vill GR ekki þær tekjur? Það þarf ekki að leggja aðra hraðbraut frá Reykjavík til Keflavíkur.Höfundur er forstjóri Símans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Sjá meira
Íslenska vegakerfið hefur alla tíð verið vinsælt umræðuefni og tilefnunum til að færa það í tal er hreint ekki að fækka. Hundruð þúsunda ferðamanna nýta nú langferðabíla á ferðum sínum milli náttúruperlna, þannig að viðhald og uppbygging vega hefur vart undan álaginu. Mitt í þessu ati hefur engum dottið í hug að leggja til að Vegagerðin reki sjálf hin stórvirku samgöngutæki, sem aka á vegum landsins. Enda engin ástæða til. Þannig er staðan þó á íslenskum fjarskiptamarkaði. Borgarfyrirtækið Gagnaveita Reykjavíkur (GR) hefur fjárfest í fjarskiptalögnum að 100 þúsund heimilum á suðvesturhorninu, fyrir um 32 milljarða á núvirði. Þessar rándýru fjárfestingar mega þjónustuaðilar þó ekki nýta með beinum hætti til að keppa um hylli neytenda. Það skilyrði fylgir nefnilega, að með aðgangi að innviðum sé jafnframt keypt heildstæð þjónusta af borgarfyrirtækinu. Þjónustuveitendur skulu kaupa allt eða ekki neitt. Þetta er svipað og ef Vegagerðin gerði fyrirtækjum í ferðaþjónustu það skilyrði að nýta eingöngu langferðabíla frá Vegagerðinni sjálfri. Kynnisferðum, Gray Line og Snæland Grímssyni byðist þannig að nota eigin vörumerki og söluvefi til að selja sæti, en þó aðeins í þeim rútum sem Vegagerðin útvegar. Bifreiðar frá fyrirtækjunum sjálfum fengju ekki aðgang að hinu opinbera vegakerfi. Vegagerðin mundi góðfúslega benda þeim, sem hygðust nýta eigin fararskjóta, á að byggja sér sjálfir nýja vegi undir þá.Svifryki þyrlað upp Ofangreind stefna GR á tilurð sína í hugsunarhætti einokunar, að félagið þurfi að eiga nær alla virðiskeðju fjarskipta. Þetta lokaða fyrirkomulag leiðir af sér skort á samkeppni, þjónustuframboðið verður einsleitt og verðin þau sömu. Búnaður og tækni GR sjálfrar eru yfir og undir og allt um kring, en ekkert rými veitt til að hugsa út fyrir boxið. Ólíkt GR veit Vegagerðin að verkefnið, að leggja og reka innviði í landinu, gerir Vegagerðina ekki þess umkomna að ákveða þjónustustig í allri akstursþjónustu um landið. Er ekið að Gullfossi, Hjálparfossi eða Glymi? Fylgir leiðsögumaður sem talar katalónsku? Er hægt að kaupa ketófæði um borð? Vegagerðin veit, sem er, að hún á ekki að skipta sér af neinu af þessu. Gróska, nýsköpun og samkeppni leysist mun frekar úr læðingi ef hið opinbera gerir ekki þátttöku sína í nær allri virðiskeðjunni að skilyrði fyrir því að opinberir innviðir séu lagðir eða nýttir. Næsta þróun í fjarskiptum, svo sem 5G og internet hlutanna, byggist ekki á því að opinber fyrirtæki gíni yfir öllu, hvað þá að þau framkalli óþarft fjárfestingakapphlaup á suðvesturhorninu á kostnað framþróunar í öðrum landshlutum.Hundruðum milljóna hafnað Ljósleiðari er efnisþráður með nær óendanlega burðargetu. Þótt eitt tæknifyrirtæki nýti hann með tilteknum hætti er næg bandvídd fyrir aðra til að keppa um hylli neytenda. Það er grátlegt að á meðan víða um land eru takmarkaðar fjárfestingar í fjarskiptum, ætli Reykjavíkurborg sér að stuðla að óþarfa raski og áframhaldandi tvígreftri að heimilum, hér á takmörkuðum bletti landsins og jafnframt þeim þéttbýlasta. Möguleg viðskipti Símans við GR myndu færa borgarfyrirtækinu hundruð milljóna í tekjur á hverju ári. Af hverju vill GR ekki þær tekjur? Það þarf ekki að leggja aðra hraðbraut frá Reykjavík til Keflavíkur.Höfundur er forstjóri Símans.
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar