Hótar öllu illu verði vélinni ekki skilað Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. maí 2019 07:15 Steven Udvar-Hazy, stjórnarformaður Air Lease Corporation. NordicPhotos/Getty Dulbúnum hótunum um búsifjar íslenskra flugfélaga og annarra íslenskra fyrirtækja sem selja ferðir til og frá Bandaríkjunum eru meðal þeirra meðala sem beitt er í deilum bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation (ALC) og Isavia. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Eru erindrekar félagsins einnig sagðir gefa stjórnendum Isavia til kynna að spjótum kunni að verða beint að þeim persónulega vegna málsins. Málið varðar flugvél í eigu ALC sem WOW air hafði á leigu en Isavia hefur kyrrsett vegna vangoldinna lendingar- og annarra flugvallagjalda flugfélagsins. Pólitísk tengsl milljarðamæringsins Steven F. Udvar-Házy, stjórnarformanns og stofnanda ALC, eru sterk í Bandaríkjunum og ná allt til ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Udvar-Házy hefur ekki farið leynt með bræði sína vegna kyrrsetningar Isavia á vél ALC. Í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum fyrr í vikunni segir hann að allra leiða verði leitað til að fá kyrrsetningunni hnekkt og það muni valda miklum álitshnekki fyrir íslensk stjórnvöld. Segir hann meðal annars að leitað verði liðsinnis bandarískra stjórnvalda og stofnana Evrópusambandsins vegna málsins. Heimildir blaðsins herma að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hafi átt fundi hérlendis vegna málsins. Málið hefur þó ekki komið inn á borð utanríkisráðuneytisins samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. ALC hefur lagt fram aðfararbeiðni gegn Isavia og krefst afhendingar flugvélarinnar á þeim grunni meðal annars að engin lagaheimild sé fyrir kyrrsetningunni enda um eign þriðja aðila að ræða. Þá er því meðal annars haldið fram að engin lagaheimild sé fyrir kyrrsetningu vélarinnar þar sem flugfélagið hafi ekki haft umráð yfir vélinni þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota. Einnig er gagnrýnt að Isavia hafi ekki gripið fyrr í taumana vegna vanefnda á greiðslu gjaldanna. Með athafnaleysinu hafi Isavia farið í bága við eigin reglur. Hin vangoldnu gjöld sem kyrrsetning hinnar umdeildu vélar grundvallast á nema um það bil tveimur milljörðum króna, en þau varða ekki nema að litlu leyti þá tilteknu vél sem kyrrsett hefur verið heldur fjölda annarra flugvéla sem WOW air hafði á leigu. Eftir framlagningu aðfararbeiðninnar sendi ALC Isavia tilboð um sátt í málinu þess efnis að ALC greiddi þau gjöld sem rekja megi beint til notkunar þeirrar tilteknu vélar sem kyrrsett er, með þeim fyrirvara þó að félagið telji enga greiðsluskyldu hvíla á félaginu. Isavia hafnaði tilboðinu skömmu eftir fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Málið verður flutt munnlega í fyrramálið og úrskurðar um kröfu ALC er að vænta síðdegis á morgun. Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Dulbúnum hótunum um búsifjar íslenskra flugfélaga og annarra íslenskra fyrirtækja sem selja ferðir til og frá Bandaríkjunum eru meðal þeirra meðala sem beitt er í deilum bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation (ALC) og Isavia. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Eru erindrekar félagsins einnig sagðir gefa stjórnendum Isavia til kynna að spjótum kunni að verða beint að þeim persónulega vegna málsins. Málið varðar flugvél í eigu ALC sem WOW air hafði á leigu en Isavia hefur kyrrsett vegna vangoldinna lendingar- og annarra flugvallagjalda flugfélagsins. Pólitísk tengsl milljarðamæringsins Steven F. Udvar-Házy, stjórnarformanns og stofnanda ALC, eru sterk í Bandaríkjunum og ná allt til ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Udvar-Házy hefur ekki farið leynt með bræði sína vegna kyrrsetningar Isavia á vél ALC. Í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum fyrr í vikunni segir hann að allra leiða verði leitað til að fá kyrrsetningunni hnekkt og það muni valda miklum álitshnekki fyrir íslensk stjórnvöld. Segir hann meðal annars að leitað verði liðsinnis bandarískra stjórnvalda og stofnana Evrópusambandsins vegna málsins. Heimildir blaðsins herma að sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hafi átt fundi hérlendis vegna málsins. Málið hefur þó ekki komið inn á borð utanríkisráðuneytisins samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. ALC hefur lagt fram aðfararbeiðni gegn Isavia og krefst afhendingar flugvélarinnar á þeim grunni meðal annars að engin lagaheimild sé fyrir kyrrsetningunni enda um eign þriðja aðila að ræða. Þá er því meðal annars haldið fram að engin lagaheimild sé fyrir kyrrsetningu vélarinnar þar sem flugfélagið hafi ekki haft umráð yfir vélinni þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota. Einnig er gagnrýnt að Isavia hafi ekki gripið fyrr í taumana vegna vanefnda á greiðslu gjaldanna. Með athafnaleysinu hafi Isavia farið í bága við eigin reglur. Hin vangoldnu gjöld sem kyrrsetning hinnar umdeildu vélar grundvallast á nema um það bil tveimur milljörðum króna, en þau varða ekki nema að litlu leyti þá tilteknu vél sem kyrrsett hefur verið heldur fjölda annarra flugvéla sem WOW air hafði á leigu. Eftir framlagningu aðfararbeiðninnar sendi ALC Isavia tilboð um sátt í málinu þess efnis að ALC greiddi þau gjöld sem rekja megi beint til notkunar þeirrar tilteknu vélar sem kyrrsett er, með þeim fyrirvara þó að félagið telji enga greiðsluskyldu hvíla á félaginu. Isavia hafnaði tilboðinu skömmu eftir fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Málið verður flutt munnlega í fyrramálið og úrskurðar um kröfu ALC er að vænta síðdegis á morgun.
Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira