Körfubolti

Ingi: „Við erum búnir að vera betra lið í þessu einvígi“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ingi Þór ræðir við Kristinn Óskarsson í leiknum í kvöld
Ingi Þór ræðir við Kristinn Óskarsson í leiknum í kvöld vísir/daníel
Ingi Þór Steinþórsson stýrði KR til Íslandsmeistaratitils eftir sigur á ÍR í DHL höllinni í Vesturbæ í kvöld. Þetta er sjötti Íslandsmeistaratitill KR í röð.„Við vorum mjög þéttir í allri þessari seríu. Tveir leikir voru teknir af okkur en við vorum ekkert að væla, við bara þéttum raðirnar,“ sagði Ingi eftir 98-70 sigur KR í oddaleik.„Við missum Pavel út sem er risastórt, og þá bara stíga aðrir menn upp og þetta er bara lið.“„Veturinn er búinn að vera rosalegur rússíbani, að enda þetta svona hérna, það er bara gullfallegt.“Eftir mjög spennandi seríu þar sem tveir leikir fóru í framlengingu var aldrei vafi hvoru megin sigurinn myndi falla í kvöld.„Við erum búnir að vera betra lið í þessu einvígi en við höfum bara því miður ekki náð að halda einhverju forskoti þegar við erum með leikina. En að klára þetta fyrir framan þennan geggjaða stuðningsmannahóp eru náttúrulega bara forréttindi.“„Það eru forréttindi að fá að starfa í þessu, ég er mjög stoltur af liðinu og starfsliðinu og við gætum ekki gert þetta nema það væri geggjað lið í kringum okkur og geggjaður klúbbur.“Ingi skrifaði undir fjögurra ára samning við KR þegar hann tók við liðinu síðasta sumar og glotti því og sagði „ég vona að þeir reki mig ekki núna,“ þegar hann var spurður að því hvort hann yrði ekki áfram í Frostaskjólinu að ári.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.