Handbolti

Fjögurra marka sigur dugði Szeged ekki til

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stefán Rafn skoraði þrjú mörk úr fimm skotum gegn Vardar.
Stefán Rafn skoraði þrjú mörk úr fimm skotum gegn Vardar. vísir/getty
Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði þrjú mörk þegar Pick Szeged vann fjögurra marka sigur á Vardar, 29-25, í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld.

Sigurinn dugði ungversku meisturunum skammt því þeir töpuðu fyrri leiknum með átta marka mun, 31-23. Vardar vann einvígið, samanlagt 56-52, og er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Þau fara fram í Köln fyrstu helgina í júní.

Kielce tryggði sér einnig sæti í undanúrslitunum í dag, þrátt fyrir níu marka tap fyrir Paris Saint-Germain, 35-26. Kielce vann fyrri leikinn á heimavelli sínum, 34-24, og einvígið 60-59 samanlagt.

PSG var sjö mörkum yfir í hálfleik, 18-11, og vann á endanum níu marka sigur. Það dugði þó ekki til. Nedim Remili skoraði 13 mörk fyrir PSG.

Auk Vardar og Kielce eru Veszprém og Barcelona komin í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Aron Pálmarsson, leikmaður Barcelona, verður eini fulltrúi Íslands á úrslitahelginni í Köln.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×