Byrjendamistök að tilkynna það snemma að ég væri að hætta Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. maí 2019 08:30 Jón Arnór lyftir Íslandsmeistarabikarnum. fréttablaðið Jón Arnór Stefánsson, einn af bestu körfuboltamönnum Íslands frá upphafi, var að vinna sinn fimmta titil með uppeldisfélaginu um helgina þegar KR tryggði sér sautjánda Íslandsmeistaratitilinn með 98-70 sigri á ÍR. Þetta var sjötti meistaratitill KR í röð og sá þriðji í röð hjá Jóni Arnóri sem kom aftur heim til Íslands árið 2016 eftir farsælan feril erlendis. KR átti erfitt uppdráttar í deildarkeppninni þar sem liðið lenti í fimmta sæti en í úrslitakeppninni sýndi það allar sínar bestu hliðar á leið sinni að meistaratitlinum. „Mér fannst við verða betri eftir því sem leið á úrslitakeppnina. Við vorum með bakið upp við vegg þrisvar í úrslitakeppninni, fórum í tvo erfiða útileiki í Breiðholtið eftir að hafa tapað heimaleikjunum, það var erfitt andlega. Þá fannst mér við stíga upp og við fundum gæðin og stemminguna í liðinu. Það var ekki sama orka og gæði í okkar spilamennsku í fyrstu tveimur leikjunum í DHL-höllinni og þeir áttu fyllilega skilið sigrana hérna en við sýndum kraftinn hérna í dag,“ sagði Jón Arnór og bætti við. „Það kom í ljós, sérstaklega í fjórða leikhluta hvað reynsla er dýrmæt á þessu stigi. Ég held að ekkert lið hefði stöðvað okkur í þessum ham.“ Jón Arnór gaf það út í upphafi tímabils að þetta yrði hans síðasta hér á Íslandi. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr á árinu en segir að það hafi verið mistök að tilkynna það snemma að hann væri að hætta. „Það var ákveðið hugsunarleysi, í raun algjör byrjendamistök að tilkynna þetta svona,“ sagði hann hlæjandi og hélt áfram: „Ég á eftir að hugsa minn gang. Það er auðvitað erfitt að hætta, sérstaklega eftir titil. Ég tek mér tíma núna í að fagna þessu og sé svo til hvernig mér líður, bæði andlega og líkamlega. Ég er náttúrulega farinn að eldast og það er farið að hægjast á mér. Ég á erfitt með að sætta mig við það en ef ég næ því þá gæti vel verið að ég taki eitt ár í viðbót,“ sagði Jón sem jánkaði því að hann gæti farið að klæja í lófana í ágúst að halda áfram. „Mjög líklega, já. Þegar ég hugsa til þess hljómar það vel en það er margt sem þarf að huga að. Þetta er búið að vera langur tími frá fjölskyldunni, það er leiðinlegt að vera alltaf frá á æfingu á matartíma en þau fá örugglega leiða á mér þegar maður hættir þessu. Við verðum bara að sjá til,“ sagði Jón glaðbeittur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Haukar á toppinn Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, einn af bestu körfuboltamönnum Íslands frá upphafi, var að vinna sinn fimmta titil með uppeldisfélaginu um helgina þegar KR tryggði sér sautjánda Íslandsmeistaratitilinn með 98-70 sigri á ÍR. Þetta var sjötti meistaratitill KR í röð og sá þriðji í röð hjá Jóni Arnóri sem kom aftur heim til Íslands árið 2016 eftir farsælan feril erlendis. KR átti erfitt uppdráttar í deildarkeppninni þar sem liðið lenti í fimmta sæti en í úrslitakeppninni sýndi það allar sínar bestu hliðar á leið sinni að meistaratitlinum. „Mér fannst við verða betri eftir því sem leið á úrslitakeppnina. Við vorum með bakið upp við vegg þrisvar í úrslitakeppninni, fórum í tvo erfiða útileiki í Breiðholtið eftir að hafa tapað heimaleikjunum, það var erfitt andlega. Þá fannst mér við stíga upp og við fundum gæðin og stemminguna í liðinu. Það var ekki sama orka og gæði í okkar spilamennsku í fyrstu tveimur leikjunum í DHL-höllinni og þeir áttu fyllilega skilið sigrana hérna en við sýndum kraftinn hérna í dag,“ sagði Jón Arnór og bætti við. „Það kom í ljós, sérstaklega í fjórða leikhluta hvað reynsla er dýrmæt á þessu stigi. Ég held að ekkert lið hefði stöðvað okkur í þessum ham.“ Jón Arnór gaf það út í upphafi tímabils að þetta yrði hans síðasta hér á Íslandi. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr á árinu en segir að það hafi verið mistök að tilkynna það snemma að hann væri að hætta. „Það var ákveðið hugsunarleysi, í raun algjör byrjendamistök að tilkynna þetta svona,“ sagði hann hlæjandi og hélt áfram: „Ég á eftir að hugsa minn gang. Það er auðvitað erfitt að hætta, sérstaklega eftir titil. Ég tek mér tíma núna í að fagna þessu og sé svo til hvernig mér líður, bæði andlega og líkamlega. Ég er náttúrulega farinn að eldast og það er farið að hægjast á mér. Ég á erfitt með að sætta mig við það en ef ég næ því þá gæti vel verið að ég taki eitt ár í viðbót,“ sagði Jón sem jánkaði því að hann gæti farið að klæja í lófana í ágúst að halda áfram. „Mjög líklega, já. Þegar ég hugsa til þess hljómar það vel en það er margt sem þarf að huga að. Þetta er búið að vera langur tími frá fjölskyldunni, það er leiðinlegt að vera alltaf frá á æfingu á matartíma en þau fá örugglega leiða á mér þegar maður hættir þessu. Við verðum bara að sjá til,“ sagði Jón glaðbeittur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Haukar á toppinn Sport „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Tíu íslensk mörk í öruggum sigri Magdeburg | Arnór hafði betur í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira