Viðskipti innlent

Norðmenn stefna á fjárfestingar í íslenskum vindi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Zephyr er stórtækt á vindaflsmarkaði í Noregi.
Zephyr er stórtækt á vindaflsmarkaði í Noregi. Mynd/Zephyr
Norska vindorkufyrirtækið Zephyr hefur stofnað dótturfyrirtæki á Íslandi, Zephyr Iceland. Markmiðið er að reisa vindmyllur og vindmyllugarða á Íslandi.

Í fréttatilkynningu segir að fyrirtækið hyggist verja „verulegum fjármunum“ til rannsókna á vindaðstæðum á Íslandi svo bjóða megi umhverfisvæna raforku á hagkvæmu og samkeppnishæfu verði.

Zephyr er í eigu þriggja norskra vatnsaflsfyrirtækja. Þau eru Glitre Energy, Vardar og Østfold Energy. Þessi þrjú fyrirtæki eru öll í eigu norskra sveitarfélaga og fylkja. Framkvæmdastjóri Zephyr á Íslandi er Ketill Sigurjónsson.

Í tilkynningu frá Zephyr á Íslandi segir að móðurfélagið hafi fjárfest fyrir meira en 35 milljarða íslenskra króna í vindafli í Noregi og hefur fyrirtækið þegar reist meira en 300 MW af vindafli þar

„Vindurinn á Íslandi, ásamt sveigjanleikanum sem íslenska vatnsaflskerfið býr yfir, skapar Íslandi óvenju gott tækifæri til að nýta vindorku með ennþá hagkvæmari hætti en í flestum öðrum löndum. Samhliða því að íslensk vindorka getur aukið hagsæld á Íslandi, munu verkefni Zephyr Iceland skapa nýjar tekjur fyrir bæði landeigendur og sveitarfélög,“ er haft eftir Olav Rommetveit, forstjóra norska Zephyr og stjórnarformaður Zephyr á Íslandi, í tilkynningu félagsins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×