Viðskipti innlent

Hagnaður Norðuráls minnkaði um þrjá milljarða króna í fyrra

Hörður Ægisson skrifar
Rekstrartekjur Norðuráls voru samtals um 90 milljarðar króna í fyrra.
Rekstrartekjur Norðuráls voru samtals um 90 milljarðar króna í fyrra. Fréttablaðið/Vilhelm

Álver Norðuráls á Grundartanga var rekið með rúmlega 4,5 milljóna dala hagnaði á árinu 2018, jafnvirði um 550 milljóna króna á núverandi gengi, og dróst hagnaðurinn saman frá fyrra ári um nærri 25 milljónir dala, eða sem nemur um þremur milljörðum króna.

Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Norðuráls Grundartanga ehf. en rekstrartekjur álversins jukust um liðlega 94 milljónir dala á síðasta ári og námu samtals 752 milljónum dala. Á sama tíma jókst hins vegar framleiðslukostnaður enn meira, eða sem nemur nærri 160 milljónum dala, og var tæplega 712 milljónir dala á árinu 2018.

Álverð er lágt um þessar mundir og hefur lækkað umtalsvert á síðustu misserum á sama tíma og hráefnisverð hefur hækkað nokkuð. Tonn af áli kostar í dag um 1.780 dali en í ársbyrjun 2018 stóð verðið í um 2.240 dölum á tonnið.

Stöðugildi í álverinu voru að meðaltali 575 á síðasta ári og námu launagreiðslur samtals rúmlega 51 milljón dala. Eignir félagsins voru tæplega 617 milljónir dala í árslok 2018. Bókfært eigið fé var um 409 milljónir dala og er eiginfjárhlutfall Norðuráls því um 66 prósent.

Álverið á Grundartanga er í eigu bandaríska félagsins Century Aluminum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
2,79
23
428.425
EIM
1,09
6
15.650
TM
0,77
2
4.573
MAREL
0,51
14
430.537
SYN
0,36
1
3.474

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-2,54
4
1.619.144
ICEAIR
-1,48
11
59.944
KVIKA
-1,36
10
84.287
ICESEA
-1,1
7
29.031
EIK
-1,02
1
12
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.