Skoðun

Hlustaðu á mig

Sigríður Björnsdóttir skrifar
Hvort sem þú ert foreldri, kennari, þjálfari eða heilbrigðisstarfsmaður þá þarftu að vita að það er mögulegt að koma í veg fyrir kynferðis­ofbeldi og það er á ábyrgð fullorðinna að vernda börn frá slíku.

Börn læra strax að treysta fullorðnum og hafa ekki forsendur til að efast um traust þeirra!

Ungt barn sem verður fyrir kynferðisofbeldi áttar sig ekki á því að það sem það er að verða fyrir sé ofbeldi fyrr en löngu seinna. Áhyggjur barns af því að það hafi leyft ofbeldið og ekki stoppað það geta verið jafn erfiðar fyrir barnið og ofbeldið sjálft. Barnið gefur vísbendingar um hvað hafi komið fyrir það með því að segja sögur af öðrum börnum, hegðun þess og skap breytist eða það neitar upp úr þurru að umgangast viðkomandi, allt til að kanna viðbrögð hinna fullorðnu. Barnið kannar oft viðbrögð fólks við erfiðum upplýsingum áður en það treystir sér til að segja frá og treystir þér til að hlusta. Að jafnaði þurfa börn að láta vita af kynferðisofbeldi sem þau eru beitt um sjö til níu sinnum, áður en þeim er trúað eða brugðist er við upplýsingum af hálfu fullorðinna.

Höfundur er sálfræðingur og formaður Verndarar barna – Blátt áfram.




Skoðun

Skoðun

Al­einn í heiminum?

Lukka Sigurðardóttir,Katrín Harðardóttir ,Margrét Kristín Blöndal skrifar

Sjá meira


×