Endurhanna Facebook-appið og leggja meiri áherslu á hópa og viðburði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2019 19:54 Mark Zuckerberg sést hér á kynningunni í dag ræða um þær breytingar sem gera á á Facebook-appinu. vísir/Getty Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi samfélagsmiðilsins Facebook, kynnti í dag ýmsar breytingar sem gerðar verða á miðlinum á næstunni. Ein stærsta breytingin sem ráðist verður í er á Facebook-appinu en það verður endurhannað með það að markmiði að leggja meiri áherslu á hópa og viðburði. Það eru þeir tveir þættir sem notendur Facebook nota mest í appinu að því er fram kom í kynningunni í dag. „Það eru tugir milljóna virkra hópa á Facebook. Þegar fólk finnur rétta hópinn þá verður hópurinn gjarnan það sem skiptir það mestu máli þegar kemur að því að nota Facebook. Í dag eru meira en 400 milljón notendur á Facebook í hóp sem skiptir þá máli. Við erum með þetta í huga þegar við kynnum nýja hönnun sem er einfaldari og setur hópana í öndvegi. Við kynnum einnig ný tól sem gera þér auðveldara að finna og taka þátt í hópum með fólki sem deilir þínum áhugamálum,“ sagði í færslu Facebook um breytingarnar á appinu en fjallað er um málið á The Verge. Endurhönnunin mun strax á næstu vikum byrja að birtast í snjallsímum notenda um allan heim. Þá er einnig unnið að því að endurhanna útlit Facebook eins og það birtist í tölvum notenda og munu þær breytingar sjást á næstu mánuðum. Stærsta breytingin í appinu er sú að sérstakur hnappur verður fyrir hópa efst í aðalvalmyndinni. Þegar smellt er á hnappinn mun notandinn fá upplýsingar sem sérstaklega eru miðaðar að honum varðandi það hvað er að gerast í hópunum sem hann er í. Þá munu birtast tillögur að nýjum hópum til að taka þátt í. Þegar kemur að viðburðum, sem margir hverjir eru auglýstir á Facebook, þá verður megináherslan á það að finna viðburði í næsta nágrenni við notandann. Nýr hnappur fyrir viðburði verður til dæmis með nákvæmara korti svo auðveldara verður að finna viðburði sem eru í grennd við hvorn annan. Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins. 24. apríl 2019 21:16 Zuckerberg óttast alræðisríki Forstjóri Facebook óttast kröfur um að persónuleg gögn verði vistuð í gagnaverum í hverju landi fyrir sig. Vill ekki að alræðisríki geti stolið upplýsingum um þegna sína. Ætlar að hundsa allar slíkar kröfur. 27. apríl 2019 08:00 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi samfélagsmiðilsins Facebook, kynnti í dag ýmsar breytingar sem gerðar verða á miðlinum á næstunni. Ein stærsta breytingin sem ráðist verður í er á Facebook-appinu en það verður endurhannað með það að markmiði að leggja meiri áherslu á hópa og viðburði. Það eru þeir tveir þættir sem notendur Facebook nota mest í appinu að því er fram kom í kynningunni í dag. „Það eru tugir milljóna virkra hópa á Facebook. Þegar fólk finnur rétta hópinn þá verður hópurinn gjarnan það sem skiptir það mestu máli þegar kemur að því að nota Facebook. Í dag eru meira en 400 milljón notendur á Facebook í hóp sem skiptir þá máli. Við erum með þetta í huga þegar við kynnum nýja hönnun sem er einfaldari og setur hópana í öndvegi. Við kynnum einnig ný tól sem gera þér auðveldara að finna og taka þátt í hópum með fólki sem deilir þínum áhugamálum,“ sagði í færslu Facebook um breytingarnar á appinu en fjallað er um málið á The Verge. Endurhönnunin mun strax á næstu vikum byrja að birtast í snjallsímum notenda um allan heim. Þá er einnig unnið að því að endurhanna útlit Facebook eins og það birtist í tölvum notenda og munu þær breytingar sjást á næstu mánuðum. Stærsta breytingin í appinu er sú að sérstakur hnappur verður fyrir hópa efst í aðalvalmyndinni. Þegar smellt er á hnappinn mun notandinn fá upplýsingar sem sérstaklega eru miðaðar að honum varðandi það hvað er að gerast í hópunum sem hann er í. Þá munu birtast tillögur að nýjum hópum til að taka þátt í. Þegar kemur að viðburðum, sem margir hverjir eru auglýstir á Facebook, þá verður megináherslan á það að finna viðburði í næsta nágrenni við notandann. Nýr hnappur fyrir viðburði verður til dæmis með nákvæmara korti svo auðveldara verður að finna viðburði sem eru í grennd við hvorn annan.
Facebook Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins. 24. apríl 2019 21:16 Zuckerberg óttast alræðisríki Forstjóri Facebook óttast kröfur um að persónuleg gögn verði vistuð í gagnaverum í hverju landi fyrir sig. Vill ekki að alræðisríki geti stolið upplýsingum um þegna sína. Ætlar að hundsa allar slíkar kröfur. 27. apríl 2019 08:00 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins. 24. apríl 2019 21:16
Zuckerberg óttast alræðisríki Forstjóri Facebook óttast kröfur um að persónuleg gögn verði vistuð í gagnaverum í hverju landi fyrir sig. Vill ekki að alræðisríki geti stolið upplýsingum um þegna sína. Ætlar að hundsa allar slíkar kröfur. 27. apríl 2019 08:00
Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent