Enski boltinn

Tíundi sigurleikur Aston Villa í röð sem er á leið í umspil

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Villa fagna markinu.
Leikmenn Villa fagna markinu. vísir/getty

Birkir Bjarnason sat allan tímann á bekknum er Aston Villa vann tíunda leikinn í röð í ensku B-deildinni en í dag unnu þeir 1-0 sigur á Millwall á heimavelli.

Fyrsta og eina mark leiksins kom á 30. mínútu en þá skoraði Jonathan Kodjia eftir undirbúning frá Anwar El-Ghazi. 1-0 í hálfleik og það urðu lokatölurnar.
Aston Villa hefur verið á rosalegu skriði að undanförnu. Liðið gerði 1-1 jafntefli við Aston Villa 23. febrúar en hefur unnið alla leikina síðan.

Þeir eru nú í fimmta sæti deildarinnar með 75 stig og eru nánast öruggir með sæti í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.