Það erum við sem erum skynlausar skepnur, ekki dýrin Sölvi Jónsson skrifar 24. apríl 2019 07:00 Á hverju ári er 56 milljörðum dýra slátrað, sem gerir 2.000 dýr á hverri sekúndu, og er þá fiskurinn ekki meðtalinn. Áætlað er að meðal Vesturlandabúi éti yfir 7.000 dýr á líftíma sínum; 11 kýr, 27 svín, 30 kindur, 2.400 hænur, 80 kalkúna og 4.500 fiska. Ef kanínum, öndum, gæsum, geitum og sjávarfangi öðru en fiski væri bætt við matseðilinn þá gerir þetta 7.500 dýr. En af er það sem áður var þegar húsdýrum var haldið til sveita og fengu að njóta útiveru og sæmilegs atlætis. Í dag hefur hinn fjandsamlegi verksmiðjubúskapur að mestu leyst sveitabúskapinn af hólmi. Dæmi úr eggjaiðnaðinum: Þegar varphænum er komið upp þá eru karlkynsungar flokkaðir frá kvenkyns. Þeim er síðan hent á færiband sem endar við kvörn. Goggurinn á óheppnari ungunum (kvenkyns) er að hluta klipptur af. Þegar ungarnir eru orðnir stórir munu þeir nefnilega eyða lífinu margir saman í búrum sem eru svo lítil að þeir geta ekki einu sinni breitt út vængina. Í leiðindum sínum er hætt við að hænurnar fari að kroppa í hver aðra. Varphænur eru „búnar“ þegar þær fara að verpa minna og er slátrað 18-24 mánaða gömlum. Fiðurfénaðurinn er hengdur á löppunum upp á króka og fer eftir „færibandi“ að hjólblaði sem snýst og sker hann á háls. Í millitíðinni eiga hænurnar að hafa farið með höfuðið ofan í vatn sem slær þær út tímabundið þannig að dauðinn á að vera sársaukalaus. Það er hins vegar vitað að hænurnar „missa“ sumar hverjar af vatninu. Dæmi úr mjólkuriðnaðinum: Mjólkurkýr eru þvingaðar til þess að bera kálfi á hverju ári, annars dettur mjólkurnytin niður. Kálfurinn er tekinn af kúnni aðeins nokkurra tíma gamall og er oftast slátrað. Þeir sem til þekkja segja að móðirin syrgi kálf sinn svo dögum skiptir. Mjólkurkýr þjást margar hverjar af krónískum og þjáningarfullum júgurbólgum enda eru þær að mjólka margfalt á við það sem er þeim náttúrulegt. Á heimasíðu íslenskra mjólkurbænda kemur fram að íslenskar mjólkurkýr „endist“ að meðaltali í tæp þrjú ár. Búpeningur er drepinn með pinna í gegnum hausinn. Í u.þ.b. 10% tilfella geigar pinninn með miklum þjáningum fyrir skepnuna og þá geigar líka oftast pinni númer tvö. Hlutgerving dýra er algjör – nei, þetta er ekki rétt, við þurrkum af hlutum og pössum að þeir brotni ekki. Við höfum skapað húsdýrunum líf sem er hreinasta helvíti á jörð. Dýrunum er eiginlegt að njóta útiveru og éta það sem jörðin gefur af sér. Dýrunum er ekki eiginlegt að vera lokuð inni fyrir lífstíð í daunillum skemmum með þann eina dóm á bakinu að okkur finnst kjötið af þeim gott eða eggin eða mjólkin undan þeim. En með þessari helför gagnvart húsdýrunum erum við um leið að undirrita okkar eigin dauðadóm. Eina leiðin til þess að dýrin hrynji ekki niður úr sjúkdómum lifandi í þrengslunum og skítnum af hvert öðru er að dæla í þau sýklalyfjum. Við stöndum frammi fyrir því að stærsta framför læknavísindanna, sýklalyfin, verði ónothæf eftir nokkra áratugi. Sýklalyfin eru stærsta ástæðan fyrir langlífi nútímamannsins. Svo má heldur ekki gleyma umhverfisáhrifunum. Kjötneysla jarðarbúa ein og sér losar meira af gróðurhúsalofttegundum heldur en allar samgöngur jarðar samanlagt og þú þarft margfalt meira vatn og jarðnæði til að „rækta“ kjöt heldur en matjurtir. Í þessari umfjöllun hef ég sleppt húsdýrunum sem er farið verst með, svínunum. Ef lesandinn vill vita meira og sjá aðbúnað dýra í verksmiðjubúskap nútímans með eigin augum þá bendi ég honum á heimildarmyndina Dominion, sem er aðgengileg á YouTube. Allt myndefni Dominion kemur frá hinu „siðmenntaða“ landi Ástralíu. Svo er það samviskuspurningin að lokum: Vilt þú vera þátttakandi í þessu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári er 56 milljörðum dýra slátrað, sem gerir 2.000 dýr á hverri sekúndu, og er þá fiskurinn ekki meðtalinn. Áætlað er að meðal Vesturlandabúi éti yfir 7.000 dýr á líftíma sínum; 11 kýr, 27 svín, 30 kindur, 2.400 hænur, 80 kalkúna og 4.500 fiska. Ef kanínum, öndum, gæsum, geitum og sjávarfangi öðru en fiski væri bætt við matseðilinn þá gerir þetta 7.500 dýr. En af er það sem áður var þegar húsdýrum var haldið til sveita og fengu að njóta útiveru og sæmilegs atlætis. Í dag hefur hinn fjandsamlegi verksmiðjubúskapur að mestu leyst sveitabúskapinn af hólmi. Dæmi úr eggjaiðnaðinum: Þegar varphænum er komið upp þá eru karlkynsungar flokkaðir frá kvenkyns. Þeim er síðan hent á færiband sem endar við kvörn. Goggurinn á óheppnari ungunum (kvenkyns) er að hluta klipptur af. Þegar ungarnir eru orðnir stórir munu þeir nefnilega eyða lífinu margir saman í búrum sem eru svo lítil að þeir geta ekki einu sinni breitt út vængina. Í leiðindum sínum er hætt við að hænurnar fari að kroppa í hver aðra. Varphænur eru „búnar“ þegar þær fara að verpa minna og er slátrað 18-24 mánaða gömlum. Fiðurfénaðurinn er hengdur á löppunum upp á króka og fer eftir „færibandi“ að hjólblaði sem snýst og sker hann á háls. Í millitíðinni eiga hænurnar að hafa farið með höfuðið ofan í vatn sem slær þær út tímabundið þannig að dauðinn á að vera sársaukalaus. Það er hins vegar vitað að hænurnar „missa“ sumar hverjar af vatninu. Dæmi úr mjólkuriðnaðinum: Mjólkurkýr eru þvingaðar til þess að bera kálfi á hverju ári, annars dettur mjólkurnytin niður. Kálfurinn er tekinn af kúnni aðeins nokkurra tíma gamall og er oftast slátrað. Þeir sem til þekkja segja að móðirin syrgi kálf sinn svo dögum skiptir. Mjólkurkýr þjást margar hverjar af krónískum og þjáningarfullum júgurbólgum enda eru þær að mjólka margfalt á við það sem er þeim náttúrulegt. Á heimasíðu íslenskra mjólkurbænda kemur fram að íslenskar mjólkurkýr „endist“ að meðaltali í tæp þrjú ár. Búpeningur er drepinn með pinna í gegnum hausinn. Í u.þ.b. 10% tilfella geigar pinninn með miklum þjáningum fyrir skepnuna og þá geigar líka oftast pinni númer tvö. Hlutgerving dýra er algjör – nei, þetta er ekki rétt, við þurrkum af hlutum og pössum að þeir brotni ekki. Við höfum skapað húsdýrunum líf sem er hreinasta helvíti á jörð. Dýrunum er eiginlegt að njóta útiveru og éta það sem jörðin gefur af sér. Dýrunum er ekki eiginlegt að vera lokuð inni fyrir lífstíð í daunillum skemmum með þann eina dóm á bakinu að okkur finnst kjötið af þeim gott eða eggin eða mjólkin undan þeim. En með þessari helför gagnvart húsdýrunum erum við um leið að undirrita okkar eigin dauðadóm. Eina leiðin til þess að dýrin hrynji ekki niður úr sjúkdómum lifandi í þrengslunum og skítnum af hvert öðru er að dæla í þau sýklalyfjum. Við stöndum frammi fyrir því að stærsta framför læknavísindanna, sýklalyfin, verði ónothæf eftir nokkra áratugi. Sýklalyfin eru stærsta ástæðan fyrir langlífi nútímamannsins. Svo má heldur ekki gleyma umhverfisáhrifunum. Kjötneysla jarðarbúa ein og sér losar meira af gróðurhúsalofttegundum heldur en allar samgöngur jarðar samanlagt og þú þarft margfalt meira vatn og jarðnæði til að „rækta“ kjöt heldur en matjurtir. Í þessari umfjöllun hef ég sleppt húsdýrunum sem er farið verst með, svínunum. Ef lesandinn vill vita meira og sjá aðbúnað dýra í verksmiðjubúskap nútímans með eigin augum þá bendi ég honum á heimildarmyndina Dominion, sem er aðgengileg á YouTube. Allt myndefni Dominion kemur frá hinu „siðmenntaða“ landi Ástralíu. Svo er það samviskuspurningin að lokum: Vilt þú vera þátttakandi í þessu?
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun