Leikjavísir

Bein útsending: Lenovodeildin rúllar af stað

Samúel Karl Ólason skrifar
Fréttablaðið/Ernir

Lenovodeildin mun hefja göngu sína í kvöld þar sem fjögur rafíþróttalið munu keppa í Counter Strike og League of Legends á næstu vikum. Keppnin hefst á tveimur viðureignum í League of Legends í kvöld. Fyrri viðureignin hefst klukkan sjö og áætlað er að sú seinni hefjist klukkan átta.

Þá verður keppt í Counter Strike á morgun og báðum leikjum á föstudag. Dagskrá næstu daga má sjá hér að neðan.

Sýnt verður frá leikjunum í beinni útsendingu á Twitchsíðu Rafíþróttasamtaka Íslands en útsendinguna má einnig sjá hér að neðan.

Nú í kvöld munu Kings fyrst keppa gegn Old Dogs og svo munu Dusty LOL og Frozt etja kappi.


Tengdar fréttir

Leikjaspilarar fái sína deild í íþróttafélögum

Tillögu Sjálfstæðisflokksins um deildir fyrir rafíþróttir innan íþróttafélaga vel tekið í borgarstjórn. Borgarfulltrúi segir breytingar geta rofið félagslega einangrun barna og ungmenna. Formenn helstu íþróttafélaga styðja tillöguna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.