Tónlist

Hugljúfur óður til Jóhanns Jóhannssonar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Jóhann Jóhannsson lést í febrúar í fyrra.
Jóhann Jóhannsson lést í febrúar í fyrra. TIM HUMSOM
Þýska tónlistarútgáfufyrirtækið Deutsche Grammophon hefur sent frá sér myndbandsóð til tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar, sem lést á síðasta ári.

Myndbandið er gert í tilefni af útgáfu Retrospective I, en um er að ræða bók og geisladisk með sjö af fyrstu verkum Jóhanns; eins og The Miners' Hymns, Copenhagen Dreams, Virðulegu Forsetar og White Black Boy.

Tveir kvikmyndagerðarmenn, Áine Devaney og Blair Alexander, komu hingað til lands til að fræðast betur um æsku og uppvöxt Jóhanns. Afraksturinn má sjá hér að neðan en í myndbandinu er meðal annars rætt við foreldra Jóhanns, samstarfsmenn hans og eiganda 12 tóna, sem lýsir hinum einstaka hljómi tónskáldsins.

Jóhann er líklega hvað þekktastur fyrir kvikmyndatónlist sína en hana má til að mynda heyra í kvikmyndunum Prisoners, The 11th Hour, Sicario, Arrival, Mandy og Mary Magdalene. Gert er ráð fyrir því að Retrospective II líti dagsins ljós á næsta ári.


Tengdar fréttir

Jóhann Jóhannsson látinn

Jóhann Jóhannsson tónskáld er látinn. Fannst hann látinn á heimili sínu í Berlín í gær

Jóhanni lýst sem hlýjum og einstökum

Jóhann Jóhannsson tónskáld lést 9. febrúar, 48 ára að aldri. Það er óhætt að segja að ferill Jóhanns sé glæstur og magnaður og hér verður stiklað á stóru. Lífið heyrði í nokkrum vinum og kollegum Jóhanns sem minnast hans með hlýhug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×