Lífskjör okkar allra Guðríður Arnardóttir skrifar 12. apríl 2019 10:45 Þessa dagana þurfa þeir sem starfa á almenna markaðnum að gera upp hug sinn varðandi nýgerða lífskjarasamninga. Lífskjarasamningurinn er á margan hátt merkilegur. Þar er lagt út á óhefðbundnar brautir. Meðal annars er því heitið að aukist landsframleiðsla á mann muni það einhverju leyti skila sér í vasa launþega. Það samt ekki krónurnar sem skila sér í veskið sem skipta öllu máli heldur hvað við getum fengið fyrir þær. Húsnæðisverð, matvælaverð og almennt verð neysluvöru og þjónustu hefur veruleg áhrif á kaupmátt. Það skiptir okkur miklu máli að launahækkanir brenni ekki upp í verðbólgu eins og ófá dæmi eru um hér á landi. Stjórnvöld stigu fram með afgerandi hætti og liðkuðu fyrir því að samkomulag næðist um nýja kjarasamninga á almennum markaði. Hækkun barnabóta og viðmiðunartekna – aðgerðir til að lækka húsnæðiskostnað, lenging fæðingarorlofs. Allt eru þetta mikilvæg framfaraspor sem skipta okkur öll máli. Það er hins vegar skipting kökunnar sem deila má um. Allir í þessu landi ættu að geta lifað sómasamlega af laununum sínum. Við verðum að styðja við bakið á þeim sem þess þurfa og þeir sem best búa verða að leggja meira til samfélagsins. Það þarf að ríkja sátt um launasetningu í landinu. Í því felst meðal annars að menntun verður að meta að verðleikum. Langskólanámi fylgir tekjutap og skuldasöfnun og þar með að óbreyttu lægri ævitekjur. Velgengni ríkja er aftur á móti nokkurn vegin í réttu hlutfalli við menntunarstig. Meiri menntun þjóða leiðir til hærri landsframleiðslu og aukinnar velsældar. Þess vegna þarf að meta menntun til launa. Verkefni stjórnvalda á næstu vikum er að ganga frá kjarasamningum við opinberu stéttarfélögin sem hafa beðið þolinmóð eftir því almenni markaðurinn kláraði sína kjarasamninga. Áherslur eru að sumu leyti aðrar en á almennum markaði. Fram undan er meðal annars að jafna kerfislægan launamun á milli almenna og opinbera markaðarins eins og heitið var þegar lífeyrisréttindin voru jöfnuð. Ég treysti stjórnvöldum til þess að ganga nú fram með jafn skeleggum hætti og þegar þau greiddu fyrir kjarasamningum á almennum markaði. Ég treysti því að stjórnvöld muni leggja sig fram til að skapa sátt allra á íslenskum vinnumarkaði. Ég treysti því og trúi að lífskjarasamningarnir séu mikilvægur áfangi í að skapa þjóðarsátt um nýtt vinnumarkaðslíkan. Ég ætla að ganga til verka af bjartsýni og í góðri trú að við séum öll í sama liði.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana þurfa þeir sem starfa á almenna markaðnum að gera upp hug sinn varðandi nýgerða lífskjarasamninga. Lífskjarasamningurinn er á margan hátt merkilegur. Þar er lagt út á óhefðbundnar brautir. Meðal annars er því heitið að aukist landsframleiðsla á mann muni það einhverju leyti skila sér í vasa launþega. Það samt ekki krónurnar sem skila sér í veskið sem skipta öllu máli heldur hvað við getum fengið fyrir þær. Húsnæðisverð, matvælaverð og almennt verð neysluvöru og þjónustu hefur veruleg áhrif á kaupmátt. Það skiptir okkur miklu máli að launahækkanir brenni ekki upp í verðbólgu eins og ófá dæmi eru um hér á landi. Stjórnvöld stigu fram með afgerandi hætti og liðkuðu fyrir því að samkomulag næðist um nýja kjarasamninga á almennum markaði. Hækkun barnabóta og viðmiðunartekna – aðgerðir til að lækka húsnæðiskostnað, lenging fæðingarorlofs. Allt eru þetta mikilvæg framfaraspor sem skipta okkur öll máli. Það er hins vegar skipting kökunnar sem deila má um. Allir í þessu landi ættu að geta lifað sómasamlega af laununum sínum. Við verðum að styðja við bakið á þeim sem þess þurfa og þeir sem best búa verða að leggja meira til samfélagsins. Það þarf að ríkja sátt um launasetningu í landinu. Í því felst meðal annars að menntun verður að meta að verðleikum. Langskólanámi fylgir tekjutap og skuldasöfnun og þar með að óbreyttu lægri ævitekjur. Velgengni ríkja er aftur á móti nokkurn vegin í réttu hlutfalli við menntunarstig. Meiri menntun þjóða leiðir til hærri landsframleiðslu og aukinnar velsældar. Þess vegna þarf að meta menntun til launa. Verkefni stjórnvalda á næstu vikum er að ganga frá kjarasamningum við opinberu stéttarfélögin sem hafa beðið þolinmóð eftir því almenni markaðurinn kláraði sína kjarasamninga. Áherslur eru að sumu leyti aðrar en á almennum markaði. Fram undan er meðal annars að jafna kerfislægan launamun á milli almenna og opinbera markaðarins eins og heitið var þegar lífeyrisréttindin voru jöfnuð. Ég treysti stjórnvöldum til þess að ganga nú fram með jafn skeleggum hætti og þegar þau greiddu fyrir kjarasamningum á almennum markaði. Ég treysti því að stjórnvöld muni leggja sig fram til að skapa sátt allra á íslenskum vinnumarkaði. Ég treysti því og trúi að lífskjarasamningarnir séu mikilvægur áfangi í að skapa þjóðarsátt um nýtt vinnumarkaðslíkan. Ég ætla að ganga til verka af bjartsýni og í góðri trú að við séum öll í sama liði.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar