Körfubolti

Israel Martin ekki áfram með Tindastól

Anton Ingi Leifsson skrifar
Israel er farinn frá Sauðárkróki.
Israel er farinn frá Sauðárkróki. vísir/ernir

Tindastóll leitar nú að þjálfara til að stýra körfuboltaliði félagsins eftir að tilkynnt var í kvöld að Israel Martin mun ekki stýra liðinu áfram.

Báðir aðilar ganga sáttir frá borði, segir í tilkynningu Stólanna en Israel hefur stýrt liði Stólanna síðustu tvö tímabil. Hann skilaði einum bikarmeistaratitli í hús.Árangurinn í ár hjá Stólunum var þó mikil vonbrigði. Þeir duttu út í átta liða úrslitunum fyrir Þór úr Þorlákshöfn, 3-2, en mikið hafði verið lagt í liðið fyrir tímabilið.

Óvíst er hver tekur við Stólunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.