Góð kjör almennings enn þá aðaláhugamálið Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2019 16:50 Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. Fréttablaðið/Ernir „Það er fullsnemmt að segja, það er ekki ákveðið,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, inntur eftir því hvað taki við hjá honum þegar hann lætur af störfum hjá fyrirtækinu um mánaðamótin. Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. „Þetta þýðir meira að ég er að hætta í sátt og samlyndi við menn,“ segir Þórarinn. Áherslur hans í viðskiptum hafi þó hvergi breyst. „Aðaláhugamál mitt er enn þá góð kjör til almennings.“ Vonast Þórarinn til að hlúa áfram að þessu áhugamáli sínu, á hvaða vettvangi sem það kunni að verða. Þórarinn tók við starfi framkvæmdastjóra IKEA árið 2006 en áður hafði hann starfað sem bakarameistari og yfirbakari hjá Sveini bakara og sem verslunar-, framkvæmda- og rekstrarstjóri hjá Domino´s á Íslandi og í Danmörku. Hann hefur undanfarið ár viðrað skoðanir sínar um atvinnurekstur á Íslandi og fór til að mynda mikinn á Málþingi ASÍ og Neytendasamtakanna á dögum þar sem hann gagnrýndi verðlag á íslenskum veitingastöðum. Þá fóru orð hans um ferðaþjónustuna hér á landi öfugt ofan í Samtök ferðaþjónustunnar í október síðastliðnum. Þórarinn hélt ræðu á landbúnaðarsýningu sem haldin var í Laugardalshöll þar sem hann sagði ferðaþjónustuaðila okra á ferðamönnum sem gerði það að verkum að þeir eyði minna hér á landi. Ljóst er að Þórarinn segir ekki alfarið skilið við IKEA þegar hann lætur af störfum en hann mun taka sæti í stjórn fyrirtækisins við starfslok. Í tilkynningu frá stjórninni sem send var út í dag segir að undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins sé þegar hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum. IKEA Neytendur Vistaskipti Tengdar fréttir Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24 Þórarinn hættir hjá IKEA Hefur starfað hjá sænska verslunarrisanum í fjölda ára. 16. apríl 2019 11:42 Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
„Það er fullsnemmt að segja, það er ekki ákveðið,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, inntur eftir því hvað taki við hjá honum þegar hann lætur af störfum hjá fyrirtækinu um mánaðamótin. Í tilkynningu um starfslok Þórarins sem stjórn IKEA sendi út í dag segir að eigendur og stjórn IKEA hafi áform um að starfa með honum á öðrum vettvangi. Þórarinn vill lítið gefa upp um þann vettvang en segir að verið sé að skoða ýmsa möguleika. „Þetta þýðir meira að ég er að hætta í sátt og samlyndi við menn,“ segir Þórarinn. Áherslur hans í viðskiptum hafi þó hvergi breyst. „Aðaláhugamál mitt er enn þá góð kjör til almennings.“ Vonast Þórarinn til að hlúa áfram að þessu áhugamáli sínu, á hvaða vettvangi sem það kunni að verða. Þórarinn tók við starfi framkvæmdastjóra IKEA árið 2006 en áður hafði hann starfað sem bakarameistari og yfirbakari hjá Sveini bakara og sem verslunar-, framkvæmda- og rekstrarstjóri hjá Domino´s á Íslandi og í Danmörku. Hann hefur undanfarið ár viðrað skoðanir sínar um atvinnurekstur á Íslandi og fór til að mynda mikinn á Málþingi ASÍ og Neytendasamtakanna á dögum þar sem hann gagnrýndi verðlag á íslenskum veitingastöðum. Þá fóru orð hans um ferðaþjónustuna hér á landi öfugt ofan í Samtök ferðaþjónustunnar í október síðastliðnum. Þórarinn hélt ræðu á landbúnaðarsýningu sem haldin var í Laugardalshöll þar sem hann sagði ferðaþjónustuaðila okra á ferðamönnum sem gerði það að verkum að þeir eyði minna hér á landi. Ljóst er að Þórarinn segir ekki alfarið skilið við IKEA þegar hann lætur af störfum en hann mun taka sæti í stjórn fyrirtækisins við starfslok. Í tilkynningu frá stjórninni sem send var út í dag segir að undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins sé þegar hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum.
IKEA Neytendur Vistaskipti Tengdar fréttir Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24 Þórarinn hættir hjá IKEA Hefur starfað hjá sænska verslunarrisanum í fjölda ára. 16. apríl 2019 11:42 Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00 Mest lesið Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Þórarinn tekur sæti í stjórn IKEA Undirbúningur að ráðningu eftirmanns Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi, er hafinn og er tilkynningar að vænta um það á næstu vikum, að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn IKEA. 16. apríl 2019 15:24
Þórarinn hættir hjá IKEA Hefur starfað hjá sænska verslunarrisanum í fjölda ára. 16. apríl 2019 11:42
Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00