Viðskipti innlent

Þórarinn hættir hjá IKEA

Birgir Olgeirsson skrifar
Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA.
Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. Fréttablaðið/Ernir
Þórarinn Ævarsson hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi. Þórarinn staðfestir þetta í samtali við Vísi en vildi lítið tjá sig að svo stöddu en sagði tilkynningu væntanlega vegna þessa tímamóta. Hann tilkynnti starfsfólki sínu þetta í morgun. 

Þórarinn tók við starfi framkvæmdastjóra IKEA árið 2006 en áður hafði hann starfað sem bakarameistari og yfirbakari hjá Sveini bakara og sem verslunar-, framkvæmda- og rekstrarstjóri hjá Domino´s á Íslandi og í Danmörku.

Hann hefur undanfarið ár viðrað skoðanir sínar um atvinnurekstur á Íslandi og fór til að mynda mikinn á Málþingi ASÍ og Neytendasamtakanna á dögum þar sem hann gagnrýndi verðlag á íslenskum veitingastöðum.

Þórarinn lét einnig stór orð falla á fundi sauðfjárbænda í janúar í fyrra þar sem hann kallaði eftir því að bændurnir myndu blása til sóknar í markaðssetningu á lambakjöti.

Þá fóru orð hans um ferðaþjónustuna hér á landi öfugt ofan í Samtök ferðaþjónustunnar í október síðastliðnum. Þórarinn hélt ræðu á landbúnaðarsýningu sem haldin var í Laugardalshöll þar sem hann sagði ferðaþjónustuaðila okra á ferðamönnum sem gerði það að verkum að þeir eyði minna hér á landi.

Fréttin hefur verið uppfærð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×