Viðskipti innlent

Ofni kísilversins á Bakka lokað vegna stíflu

Kjartan Kjartansson skrifar
Kísilverksmiðja PCC á Bakka við Húsavík.
Kísilverksmiðja PCC á Bakka við Húsavík. Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Aðeins verður kveikt á öðrum ofni kísilvers PCC á Bakka næstu vikurnar á meðan yfirhalning á hinum fer fram. Fyrirtækið segir að rykhreinsivirki anni ekki framleiðslu frá tveimur ofnum á fullu afli og nauðsynlegt sé að ráðast í endurskipulagningu og umbótavinnu á því.

Í tilkynningu á Facebook-síðu PCC á Bakka þar sem greint er frá ákvörðuninni kemur fram að framleiðslan hafi ekki verið eftir væntingum í vetur. Kuldi og snjómagn hafi haft mikil áhrif á hráefni verksmiðjunnar sem hafi haft keðjuverkandi áhrif á rykhreinsivirkið.

Talið hafði verið að með hækkandi sól myndu stíflur í hreinsivirkinu hætta að myndast. Báðir ofnar hafi verið í gangi í síðustu viku en eftir nokkurra daga rekstur hafi rykhreinsivirkið stíflast aftur þannig að slökkva þurfti á öðrum þeirra.

Tilkynnt var um það í mars að Jökull Gunnarsson, forstjóri verksmiðjunnar, ætlaði að láta af starfi í þessum mánuði. Rúnar Sigurpálsson, framkvæmdastjóri átti að taka við af Jökli sem var ráðinn forstjóri í haust. Neitaði Jökull því að afsögn hans hefði eitthvað með bilanir sem hefðu plagað verksmiðjuna að gera. 




Tengdar fréttir

Berjast við vatnsleka frá kælikerfi hjá PCC á Bakka

Starfsfólk PCC á Bakka merst nú við vatnsleka frá kælikerfi sem unnið er að við að laga. Í færslu á Facebook-síðu fyrirtækisins segir að ofn 1 hafi verið stöðugur í talsverðan tíma en ofn 2 til vandræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×