Viðskipti innlent

Ofni kísilversins á Bakka lokað vegna stíflu

Kjartan Kjartansson skrifar
Kísilverksmiðja PCC á Bakka við Húsavík.
Kísilverksmiðja PCC á Bakka við Húsavík. Stöð 2/Arnar Halldórsson.

Aðeins verður kveikt á öðrum ofni kísilvers PCC á Bakka næstu vikurnar á meðan yfirhalning á hinum fer fram. Fyrirtækið segir að rykhreinsivirki anni ekki framleiðslu frá tveimur ofnum á fullu afli og nauðsynlegt sé að ráðast í endurskipulagningu og umbótavinnu á því.

Í tilkynningu á Facebook-síðu PCC á Bakka þar sem greint er frá ákvörðuninni kemur fram að framleiðslan hafi ekki verið eftir væntingum í vetur. Kuldi og snjómagn hafi haft mikil áhrif á hráefni verksmiðjunnar sem hafi haft keðjuverkandi áhrif á rykhreinsivirkið.

Talið hafði verið að með hækkandi sól myndu stíflur í hreinsivirkinu hætta að myndast. Báðir ofnar hafi verið í gangi í síðustu viku en eftir nokkurra daga rekstur hafi rykhreinsivirkið stíflast aftur þannig að slökkva þurfti á öðrum þeirra.

Tilkynnt var um það í mars að Jökull Gunnarsson, forstjóri verksmiðjunnar, ætlaði að láta af starfi í þessum mánuði. Rúnar Sigurpálsson, framkvæmdastjóri átti að taka við af Jökli sem var ráðinn forstjóri í haust. Neitaði Jökull því að afsögn hans hefði eitthvað með bilanir sem hefðu plagað verksmiðjuna að gera. 


Tengdar fréttir

Berjast við vatnsleka frá kælikerfi hjá PCC á Bakka

Starfsfólk PCC á Bakka merst nú við vatnsleka frá kælikerfi sem unnið er að við að laga. Í færslu á Facebook-síðu fyrirtækisins segir að ofn 1 hafi verið stöðugur í talsverðan tíma en ofn 2 til vandræða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
2,4
9
460.500
MAREL
2,11
21
654.042
EIK
1,75
5
182.750
HAGA
1,17
10
543.240
SKEL
0,99
2
24.540

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,57
1
5.402
KVIKA
-0,66
2
38.617
SJOVA
-0,27
1
27.525
ICEAIR
-0,22
5
3.403
ARION
-0,13
12
146.263
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.