Ekki jafn fýsilegt og áður að sækja erlent vinnuafl að utan Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 18. apríl 2019 09:30 Ásgeir Jónsson forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Vísir/Baldur Hrafnkell Þær hækkanir á lægstu launum, sem kveðið er á um í nýjum kjarasamningum, eru til þess fallnar að verðleggja hluta af erlenda vinnuaflinu hér á landi út af vinnumarkaðinum. Þannig munum við ekki sjá sömu krafta og áður ýta hagkerfinu áfram að sögn Ásgeirs Jónssonar, forseta hagfræðideildar Háskóla Íslands. „Áður fyrr var mikið um yfirborganir og það var eiginlega enginn á taxtakaupi. Þess vegna lögðu verkalýðsfélögin ekki svo mikla áherslu á lægstu taxta. Þau horfðu fremur til þess að tryggja atvinnu og halda atvinnuleysi lágu,“ segir Ásgeir í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að síðustu ár hafi mikið af erlendu vinnuafli verið flutt inn og unnið á taxtakaupi. „Núna með því að hækka lægstu taxtana má segja að þessi leið sem mörg fyrirtæki hafa farið, það er að segja, að flytja inn erlent vinnuafl í miklu magni og láta það vinna á lágmarkstöxtum, sé ekki jafn greið. Líklega munu mörg fyrirtæki reyna að auka sjálfvirkni eins og við sjáum í Krónunni og Bónus en þetta mun breyta ansi miklu fyrir vöxt ferðaþjónustunnar.“ Hlutfall útlendinga af heildarfjölda atvinnulausra á Íslandi hefur vaxið síðustu misseri. Hlutfallið nam 28 prósentum í ársbyrjun 2018 en jókst jafnt og þétt, og var komið í 36 prósent í febrúar 2019. Í mars lækkaði það niður í 33 prósent og má ætla að gjaldþrot WOW air í lok mars hafi átt þátt í því. Ásgeir nefnir að hvergi á meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hafi verið minni launamunur á milli menntaðra og ómenntaðra en á Íslandi. „Við höfum séð síðustu árin að það hefur verið mikil eftirspurn eftir ófaglærðu vinnuafli en ekki í jafn miklum mæli eftir fólki með háskólagráðu. Það má velta því fyrir sér hversu lengi við hefðum getað haldið áfram á þessari braut. Að fljúga ferðamönnum til landsins í massavís og flytja inn erlent vinnuafl til að þjónusta þá. Í langtímasamhengi er nauðsynlegt að leggja áherslu á gæði fremur en fjölda starfa.“ Samkvæmt nýjum kjarasamningum sem undirritaðir voru í byrjun apríl nema launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum 90 þúsund krónum yfir samningstímann sem nær frá 2019 til 2022. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um samninginn á meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Þær hækkanir á lægstu launum, sem kveðið er á um í nýjum kjarasamningum, eru til þess fallnar að verðleggja hluta af erlenda vinnuaflinu hér á landi út af vinnumarkaðinum. Þannig munum við ekki sjá sömu krafta og áður ýta hagkerfinu áfram að sögn Ásgeirs Jónssonar, forseta hagfræðideildar Háskóla Íslands. „Áður fyrr var mikið um yfirborganir og það var eiginlega enginn á taxtakaupi. Þess vegna lögðu verkalýðsfélögin ekki svo mikla áherslu á lægstu taxta. Þau horfðu fremur til þess að tryggja atvinnu og halda atvinnuleysi lágu,“ segir Ásgeir í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að síðustu ár hafi mikið af erlendu vinnuafli verið flutt inn og unnið á taxtakaupi. „Núna með því að hækka lægstu taxtana má segja að þessi leið sem mörg fyrirtæki hafa farið, það er að segja, að flytja inn erlent vinnuafl í miklu magni og láta það vinna á lágmarkstöxtum, sé ekki jafn greið. Líklega munu mörg fyrirtæki reyna að auka sjálfvirkni eins og við sjáum í Krónunni og Bónus en þetta mun breyta ansi miklu fyrir vöxt ferðaþjónustunnar.“ Hlutfall útlendinga af heildarfjölda atvinnulausra á Íslandi hefur vaxið síðustu misseri. Hlutfallið nam 28 prósentum í ársbyrjun 2018 en jókst jafnt og þétt, og var komið í 36 prósent í febrúar 2019. Í mars lækkaði það niður í 33 prósent og má ætla að gjaldþrot WOW air í lok mars hafi átt þátt í því. Ásgeir nefnir að hvergi á meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hafi verið minni launamunur á milli menntaðra og ómenntaðra en á Íslandi. „Við höfum séð síðustu árin að það hefur verið mikil eftirspurn eftir ófaglærðu vinnuafli en ekki í jafn miklum mæli eftir fólki með háskólagráðu. Það má velta því fyrir sér hversu lengi við hefðum getað haldið áfram á þessari braut. Að fljúga ferðamönnum til landsins í massavís og flytja inn erlent vinnuafl til að þjónusta þá. Í langtímasamhengi er nauðsynlegt að leggja áherslu á gæði fremur en fjölda starfa.“ Samkvæmt nýjum kjarasamningum sem undirritaðir voru í byrjun apríl nema launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum 90 þúsund krónum yfir samningstímann sem nær frá 2019 til 2022. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um samninginn á meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira