Isavia krafði flugvélaleigu um greiðslu skuldar WOW Andri Eysteinsson skrifar 18. apríl 2019 10:28 TF-GPA var tekin í notkun samhliða TF-GMA vélar WOW Air.. WOW Í samkomulagi sem gert var milli Isavia og flugfélagsins WOW Air í september síðastliðnum var gengið út frá því að flugfélagið greiddi milljarðaskuld við Isavia í þrettán afborgunum, þá var einnig gerð krafa að ein flugvéla sem WOW hafði til umráða yrði kyrrsett á Keflavíkurflugvelli. Morgunblaðið greinir frá. Flugvél WOW Air sem félagið hafði á leigu frá flugvélaleigunni ALC (Air Lease Corporation), TF-GPA, var því kyrrsett í Keflavík frá 18. mars til 28.mars, dagsins sem WOW var lýst gjaldþrota. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Isavia hafi, eftir fall WOW Air, krafið ALC um greiðslu skuldar WOW Air, sem þá nam tæpum 2 milljörðum króna. Þá hafi Isavia og WOW Air ekki greint ALC frá samkomulagi félaganna á milli og kom málið því ALC í opna skjöldu. ALC mun hafa haldið því fram að haldsréttur Isavia væri bundið við umráðarétt WOW Air yfir flugvélinni sem fallið hafi niður við fall flugfélagsins. Nú stefnir Isavia að því að selja vélina, sem þekkt var undir nafninu TF-GPA á meðan hún var til umráða WOW, á uppboði, fallist ALC ekki til þess að greiða skuld WOW Air við Keflavíkurflugvöll innan ákveðinna tímamarka. Heimildir Morgunblaðsins herma að ALC leitist nú sátta við Isavia til að félagið geti endurheimt vélina en næstu leigutakar hennar bíða eftir því að fá lyklavöldin að vélinni sem er að gerðinni Airbus A321-211. Flugvélaleigan ALC hefur áður verið krafin um greiðslu á skuld flugfélaga en aldrei mun félagið hafa verið gert ábyrgt fyrir skuldum sem safnast hafi upp á svo löngu tímabili. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Isavia fundar með eigendum WOW-vélarinnar í dag Viðræður Isavia og fulltrúa eiganda flugvélar, sem WOW air var með á leigu og var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli, hefjast í dag. 1. apríl 2019 13:16 Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Í samkomulagi sem gert var milli Isavia og flugfélagsins WOW Air í september síðastliðnum var gengið út frá því að flugfélagið greiddi milljarðaskuld við Isavia í þrettán afborgunum, þá var einnig gerð krafa að ein flugvéla sem WOW hafði til umráða yrði kyrrsett á Keflavíkurflugvelli. Morgunblaðið greinir frá. Flugvél WOW Air sem félagið hafði á leigu frá flugvélaleigunni ALC (Air Lease Corporation), TF-GPA, var því kyrrsett í Keflavík frá 18. mars til 28.mars, dagsins sem WOW var lýst gjaldþrota. Morgunblaðið greinir frá því í dag að Isavia hafi, eftir fall WOW Air, krafið ALC um greiðslu skuldar WOW Air, sem þá nam tæpum 2 milljörðum króna. Þá hafi Isavia og WOW Air ekki greint ALC frá samkomulagi félaganna á milli og kom málið því ALC í opna skjöldu. ALC mun hafa haldið því fram að haldsréttur Isavia væri bundið við umráðarétt WOW Air yfir flugvélinni sem fallið hafi niður við fall flugfélagsins. Nú stefnir Isavia að því að selja vélina, sem þekkt var undir nafninu TF-GPA á meðan hún var til umráða WOW, á uppboði, fallist ALC ekki til þess að greiða skuld WOW Air við Keflavíkurflugvöll innan ákveðinna tímamarka. Heimildir Morgunblaðsins herma að ALC leitist nú sátta við Isavia til að félagið geti endurheimt vélina en næstu leigutakar hennar bíða eftir því að fá lyklavöldin að vélinni sem er að gerðinni Airbus A321-211. Flugvélaleigan ALC hefur áður verið krafin um greiðslu á skuld flugfélaga en aldrei mun félagið hafa verið gert ábyrgt fyrir skuldum sem safnast hafi upp á svo löngu tímabili.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Isavia fundar með eigendum WOW-vélarinnar í dag Viðræður Isavia og fulltrúa eiganda flugvélar, sem WOW air var með á leigu og var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli, hefjast í dag. 1. apríl 2019 13:16 Mest lesið Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann fyrir 200 milljarða Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Isavia fundar með eigendum WOW-vélarinnar í dag Viðræður Isavia og fulltrúa eiganda flugvélar, sem WOW air var með á leigu og var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli, hefjast í dag. 1. apríl 2019 13:16