Körfubolti

„Mesta þjálfaraafrek í sögu úrslitakeppninnar“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Borche hefur gert frábæra hluti með ÍR.
Borche hefur gert frábæra hluti með ÍR. vísir/ernir
Borche Ilievski og strákarnir hans í ÍR tryggðu sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Stjörnunni, 79-83, í oddaleik í Ásgarði í gær.

Þetta er í fyrsta sinn sem ÍR kemst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn eftir að úrslitakeppnin var sett á laggirnar tímabilið 1983-84.

Á leið sinni í úrslitin sló ÍR út liðin sem enduðu í 1. og 2. sæti Domino's deildarinnar (Stjörnuna og Njarðvík). Það var því ekki furða að Teitur Örlygsson, einn sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds, talaði um þetta sem mesta þjálfaraafrek í sögu úrslitakeppninnar.

Borche mætti í settið hjá strákunum í Domino's Körfuboltakvöldi eftir sigurinn frækna á deildar- og bikarmeisturunum í gær.

„Ég er mjög ánægður. Ég er ekki þreyttur núna en verð eins og uppvakningur á morgun,“ sagði Borche.

ÍR gerði breytingu á leikmannahópi sínum í kringum áramótin og skipti um bandarískan leikmann. Út fór Justin Martin og inn kom Kevin Capers.

„Við vorum í vandræðum með fyrsta Bandaríkjamanninn. En Kevin er með frábært viðhorf, mjög kurteis, brosmildur og duglegur. Hann er mikill keppnismaður og gerir stundum kjánalega hluti en hann er frábær náungi,“ sagði Borche.

ÍR tapaði fyrsta leiknum gegn Stjörnunni stórt. Þrátt fyrir það hafði Borche ekki áhyggjur.

„Við vorum enn í Njarðvíkureinvíginu og vorum enn að hugsa um þá. Við vorum alveg tómir. En þegar við gátum rýnt í leikinn var þetta allt annað og ég var viss um þetta yrðu jafnir leikir,“ sagði Borche.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Domino's Körfuboltakvöld: Borche í viðtali 

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×