Skaðaminnkun er komin til að vera Alexandra Briem skrifar 19. apríl 2019 15:08 Skaðaminnkun snýst um að mæta fjölþættum vanda fólks sem er háð neyslu vímuefna með umburðarlyndi, virðingu og fordómaleysi og leggja áherslu á að minnka skaða óháð því að minnka neyslu. Bannstefnan þar sem öll áhersla hefur verið lögð á að banna og koma í veg fyrir neyslu vímuefna hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Hún kemur líka niður á þeim sem hafa það verst. Við eigum öll rétt á góðu lífi, öryggi og bestu mögulegu heilsu. Þegar fólk er í vanda þarf að hjálpa því, ekki refsa því.Í meirihlutasáttmála borgarstjórnar er lögð áhersla á skaðaminnkandi nálgun. Strax eftir kosningar var lagt af stað með það verkefni að mynda heildræna stefnu til að taka á vanda heimilislausra með skaðaminnkun að leiðarljósi. Sú vegferð hófst á stórum samráðsfundi þar sem velferðarráð bauð tugum þeirra aðila sem starfa í og tengjast málaflokknum til samtals.Niðurstöður þeirrar vinnu er nú að vænta. Aðgerðaáætlun í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir fyrir árin 2019-2025 mun koma fyrir velferðarráð nú í apríl.Reynsla innlendra aðila og umfangsmikil rannsóknargögn erlendis frá skapa kjarnann í þessari metnaðarfullu áætlun sem miðar að því að enginn þurfi að sofa úti í Reykjavík. Við ætlum að nota snemmtæka íhlutun til að koma í veg fyrir að fólk sem lendir í erfiðum aðstæðum missi öll tök. Ég er fulltrúi Pírata í þessari vinnu og er stolt af árangrinum.Fáir aðrir en Píratar töluðu um skaðaminnkun sem hjartað í velferðarstefnu fyrir nokkrum árum. En það hugarfar virðist á ótrúlega skömmum tíma hafa náð yfirhöndinni. Ekki bara í öðrum flokkum, heldur líka á meðal starfsfólks og íbúa. Því ber að fagna.,,Húsnæði fyrst” eða skilyrðislaust húsnæði er sú afstaða að fyrsta forgangsatriði sé að koma skjólshúsi yfir fólk í vanda og binda það ekki kröfu um að hætta neyslu eða byrja meðferð. Í húsnæðinu fær fólk stuðning við að leita sér aðstoðar og aðstoð við hæfi en ekki er tekið fram fyrir hendur þeirra. Ógninni um að fara aftur á götuna er ekki haldið yfir þeim.,,Húsnæði fyrst” snýst um samstarf og að gefa fólki hlutdeild í ákvarðanatöku sem það varðar. Að búa til möguleika sem henta ólíku fólki svo enginn þurfi að sofa úti og tryggja sérstaklega að áhættuhópar eins og þeir sem eru að ljúka meðferð, afplánun eða sjúkrahúsvist lendi ekki á götunni meðan þeirra bati er á viðkvæmum punkti.Það er ekki glæpur að vera í vandræðum, að vera heimilislaus eða að vera fíkill. Við hjálpum fólki ekki með því að refsa því, heldur með því að hjálpa því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Skaðaminnkun snýst um að mæta fjölþættum vanda fólks sem er háð neyslu vímuefna með umburðarlyndi, virðingu og fordómaleysi og leggja áherslu á að minnka skaða óháð því að minnka neyslu. Bannstefnan þar sem öll áhersla hefur verið lögð á að banna og koma í veg fyrir neyslu vímuefna hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Hún kemur líka niður á þeim sem hafa það verst. Við eigum öll rétt á góðu lífi, öryggi og bestu mögulegu heilsu. Þegar fólk er í vanda þarf að hjálpa því, ekki refsa því.Í meirihlutasáttmála borgarstjórnar er lögð áhersla á skaðaminnkandi nálgun. Strax eftir kosningar var lagt af stað með það verkefni að mynda heildræna stefnu til að taka á vanda heimilislausra með skaðaminnkun að leiðarljósi. Sú vegferð hófst á stórum samráðsfundi þar sem velferðarráð bauð tugum þeirra aðila sem starfa í og tengjast málaflokknum til samtals.Niðurstöður þeirrar vinnu er nú að vænta. Aðgerðaáætlun í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir fyrir árin 2019-2025 mun koma fyrir velferðarráð nú í apríl.Reynsla innlendra aðila og umfangsmikil rannsóknargögn erlendis frá skapa kjarnann í þessari metnaðarfullu áætlun sem miðar að því að enginn þurfi að sofa úti í Reykjavík. Við ætlum að nota snemmtæka íhlutun til að koma í veg fyrir að fólk sem lendir í erfiðum aðstæðum missi öll tök. Ég er fulltrúi Pírata í þessari vinnu og er stolt af árangrinum.Fáir aðrir en Píratar töluðu um skaðaminnkun sem hjartað í velferðarstefnu fyrir nokkrum árum. En það hugarfar virðist á ótrúlega skömmum tíma hafa náð yfirhöndinni. Ekki bara í öðrum flokkum, heldur líka á meðal starfsfólks og íbúa. Því ber að fagna.,,Húsnæði fyrst” eða skilyrðislaust húsnæði er sú afstaða að fyrsta forgangsatriði sé að koma skjólshúsi yfir fólk í vanda og binda það ekki kröfu um að hætta neyslu eða byrja meðferð. Í húsnæðinu fær fólk stuðning við að leita sér aðstoðar og aðstoð við hæfi en ekki er tekið fram fyrir hendur þeirra. Ógninni um að fara aftur á götuna er ekki haldið yfir þeim.,,Húsnæði fyrst” snýst um samstarf og að gefa fólki hlutdeild í ákvarðanatöku sem það varðar. Að búa til möguleika sem henta ólíku fólki svo enginn þurfi að sofa úti og tryggja sérstaklega að áhættuhópar eins og þeir sem eru að ljúka meðferð, afplánun eða sjúkrahúsvist lendi ekki á götunni meðan þeirra bati er á viðkvæmum punkti.Það er ekki glæpur að vera í vandræðum, að vera heimilislaus eða að vera fíkill. Við hjálpum fólki ekki með því að refsa því, heldur með því að hjálpa því.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun