Skaðaminnkun er komin til að vera Alexandra Briem skrifar 19. apríl 2019 15:08 Skaðaminnkun snýst um að mæta fjölþættum vanda fólks sem er háð neyslu vímuefna með umburðarlyndi, virðingu og fordómaleysi og leggja áherslu á að minnka skaða óháð því að minnka neyslu. Bannstefnan þar sem öll áhersla hefur verið lögð á að banna og koma í veg fyrir neyslu vímuefna hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Hún kemur líka niður á þeim sem hafa það verst. Við eigum öll rétt á góðu lífi, öryggi og bestu mögulegu heilsu. Þegar fólk er í vanda þarf að hjálpa því, ekki refsa því.Í meirihlutasáttmála borgarstjórnar er lögð áhersla á skaðaminnkandi nálgun. Strax eftir kosningar var lagt af stað með það verkefni að mynda heildræna stefnu til að taka á vanda heimilislausra með skaðaminnkun að leiðarljósi. Sú vegferð hófst á stórum samráðsfundi þar sem velferðarráð bauð tugum þeirra aðila sem starfa í og tengjast málaflokknum til samtals.Niðurstöður þeirrar vinnu er nú að vænta. Aðgerðaáætlun í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir fyrir árin 2019-2025 mun koma fyrir velferðarráð nú í apríl.Reynsla innlendra aðila og umfangsmikil rannsóknargögn erlendis frá skapa kjarnann í þessari metnaðarfullu áætlun sem miðar að því að enginn þurfi að sofa úti í Reykjavík. Við ætlum að nota snemmtæka íhlutun til að koma í veg fyrir að fólk sem lendir í erfiðum aðstæðum missi öll tök. Ég er fulltrúi Pírata í þessari vinnu og er stolt af árangrinum.Fáir aðrir en Píratar töluðu um skaðaminnkun sem hjartað í velferðarstefnu fyrir nokkrum árum. En það hugarfar virðist á ótrúlega skömmum tíma hafa náð yfirhöndinni. Ekki bara í öðrum flokkum, heldur líka á meðal starfsfólks og íbúa. Því ber að fagna.,,Húsnæði fyrst” eða skilyrðislaust húsnæði er sú afstaða að fyrsta forgangsatriði sé að koma skjólshúsi yfir fólk í vanda og binda það ekki kröfu um að hætta neyslu eða byrja meðferð. Í húsnæðinu fær fólk stuðning við að leita sér aðstoðar og aðstoð við hæfi en ekki er tekið fram fyrir hendur þeirra. Ógninni um að fara aftur á götuna er ekki haldið yfir þeim.,,Húsnæði fyrst” snýst um samstarf og að gefa fólki hlutdeild í ákvarðanatöku sem það varðar. Að búa til möguleika sem henta ólíku fólki svo enginn þurfi að sofa úti og tryggja sérstaklega að áhættuhópar eins og þeir sem eru að ljúka meðferð, afplánun eða sjúkrahúsvist lendi ekki á götunni meðan þeirra bati er á viðkvæmum punkti.Það er ekki glæpur að vera í vandræðum, að vera heimilislaus eða að vera fíkill. Við hjálpum fólki ekki með því að refsa því, heldur með því að hjálpa því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Skaðaminnkun snýst um að mæta fjölþættum vanda fólks sem er háð neyslu vímuefna með umburðarlyndi, virðingu og fordómaleysi og leggja áherslu á að minnka skaða óháð því að minnka neyslu. Bannstefnan þar sem öll áhersla hefur verið lögð á að banna og koma í veg fyrir neyslu vímuefna hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Hún kemur líka niður á þeim sem hafa það verst. Við eigum öll rétt á góðu lífi, öryggi og bestu mögulegu heilsu. Þegar fólk er í vanda þarf að hjálpa því, ekki refsa því.Í meirihlutasáttmála borgarstjórnar er lögð áhersla á skaðaminnkandi nálgun. Strax eftir kosningar var lagt af stað með það verkefni að mynda heildræna stefnu til að taka á vanda heimilislausra með skaðaminnkun að leiðarljósi. Sú vegferð hófst á stórum samráðsfundi þar sem velferðarráð bauð tugum þeirra aðila sem starfa í og tengjast málaflokknum til samtals.Niðurstöður þeirrar vinnu er nú að vænta. Aðgerðaáætlun í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir fyrir árin 2019-2025 mun koma fyrir velferðarráð nú í apríl.Reynsla innlendra aðila og umfangsmikil rannsóknargögn erlendis frá skapa kjarnann í þessari metnaðarfullu áætlun sem miðar að því að enginn þurfi að sofa úti í Reykjavík. Við ætlum að nota snemmtæka íhlutun til að koma í veg fyrir að fólk sem lendir í erfiðum aðstæðum missi öll tök. Ég er fulltrúi Pírata í þessari vinnu og er stolt af árangrinum.Fáir aðrir en Píratar töluðu um skaðaminnkun sem hjartað í velferðarstefnu fyrir nokkrum árum. En það hugarfar virðist á ótrúlega skömmum tíma hafa náð yfirhöndinni. Ekki bara í öðrum flokkum, heldur líka á meðal starfsfólks og íbúa. Því ber að fagna.,,Húsnæði fyrst” eða skilyrðislaust húsnæði er sú afstaða að fyrsta forgangsatriði sé að koma skjólshúsi yfir fólk í vanda og binda það ekki kröfu um að hætta neyslu eða byrja meðferð. Í húsnæðinu fær fólk stuðning við að leita sér aðstoðar og aðstoð við hæfi en ekki er tekið fram fyrir hendur þeirra. Ógninni um að fara aftur á götuna er ekki haldið yfir þeim.,,Húsnæði fyrst” snýst um samstarf og að gefa fólki hlutdeild í ákvarðanatöku sem það varðar. Að búa til möguleika sem henta ólíku fólki svo enginn þurfi að sofa úti og tryggja sérstaklega að áhættuhópar eins og þeir sem eru að ljúka meðferð, afplánun eða sjúkrahúsvist lendi ekki á götunni meðan þeirra bati er á viðkvæmum punkti.Það er ekki glæpur að vera í vandræðum, að vera heimilislaus eða að vera fíkill. Við hjálpum fólki ekki með því að refsa því, heldur með því að hjálpa því.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun