M/s Berglind Guðmundur Brynjólfsson skrifar 1. apríl 2019 08:00 Ég var í hermanginu. Millilandaskipið Berglind sökk rétt út af Nova Scotia eftir árekstur við danska skipið Charm. Berglind var á leið til Íslands með ósköpin öll af varningi frá Ameríku. Mikið af þessari frakt átti að notast á Keflavíkurflugvelli. Allt frá örlitlum skrúfum upp í stærstu varahluti í þungavinnuvélar. Fleira góss var og um borð. Og fór það allt heldur vaxandi á hafsbotni og stykkjunum fjölgandi eftir því er frá leið sjóslysinu. Kom brátt í ljós að mörgum innflytjandanum varð það hið besta haldreipi í grímulausum lygum sínum og sviksemi, að geta sagt: „Það sökk með Berglindi.“ Þetta ágerðist, ef eitthvað var ekki til, kom svarið: „Það sökk með Berglindi.“ Að endingu var ekki nokkur leið að fá eitt eða neitt, allir sem sögðust eitthvað hafa pantað frá útlöndum, sem auðvitað var lygi, báru því við að það hefði tapast um leið og m/s Berglind. Vitaskuld sáu menn í gegnum þetta – en þó aldrei jafn greinilega og þegar vörur sem áttu að koma sjóveg frá Noregi eða Spáni voru sagðar hafa endað á hafsbotni með Berglindi. Því er þetta rifjað upp núna að teikn eru á lofti um að siðlausir kónar í margvíslegum rekstri hafi á síðustu dögum eignast sína Berglindi, þeir reka fólk úr vinnu ellegar borga ekki laun, vegna þess að WOW hætti að fljúga. Breytir þá engu hvort viðkomandi reki langferðabíla, saumi sundskýlur, okri á molakaffi eða flytji inn hundasjampó. Viðkvæðið er: „Það er út af WOW.“ Íslands óhamingja er nú öll þessa flugfélags. Það er eins gott að það finnist ekki óvænt loðna á fimmtudaginn og nýjar humarbleyður – og svo byrji eldgos sama kvöldið. Það getur verið svo ári snúið að ljúga sig til baka inn í partýið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Skoðun Mest lesið Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Einsleitir stöndum vér Jón Sigurður Eyjólfsson Bakþankar Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Sjálfsmyndin Davíð Stefánsson Skoðun Brothætt staða Hörður Ægisson Fastir pennar Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var í hermanginu. Millilandaskipið Berglind sökk rétt út af Nova Scotia eftir árekstur við danska skipið Charm. Berglind var á leið til Íslands með ósköpin öll af varningi frá Ameríku. Mikið af þessari frakt átti að notast á Keflavíkurflugvelli. Allt frá örlitlum skrúfum upp í stærstu varahluti í þungavinnuvélar. Fleira góss var og um borð. Og fór það allt heldur vaxandi á hafsbotni og stykkjunum fjölgandi eftir því er frá leið sjóslysinu. Kom brátt í ljós að mörgum innflytjandanum varð það hið besta haldreipi í grímulausum lygum sínum og sviksemi, að geta sagt: „Það sökk með Berglindi.“ Þetta ágerðist, ef eitthvað var ekki til, kom svarið: „Það sökk með Berglindi.“ Að endingu var ekki nokkur leið að fá eitt eða neitt, allir sem sögðust eitthvað hafa pantað frá útlöndum, sem auðvitað var lygi, báru því við að það hefði tapast um leið og m/s Berglind. Vitaskuld sáu menn í gegnum þetta – en þó aldrei jafn greinilega og þegar vörur sem áttu að koma sjóveg frá Noregi eða Spáni voru sagðar hafa endað á hafsbotni með Berglindi. Því er þetta rifjað upp núna að teikn eru á lofti um að siðlausir kónar í margvíslegum rekstri hafi á síðustu dögum eignast sína Berglindi, þeir reka fólk úr vinnu ellegar borga ekki laun, vegna þess að WOW hætti að fljúga. Breytir þá engu hvort viðkomandi reki langferðabíla, saumi sundskýlur, okri á molakaffi eða flytji inn hundasjampó. Viðkvæðið er: „Það er út af WOW.“ Íslands óhamingja er nú öll þessa flugfélags. Það er eins gott að það finnist ekki óvænt loðna á fimmtudaginn og nýjar humarbleyður – og svo byrji eldgos sama kvöldið. Það getur verið svo ári snúið að ljúga sig til baka inn í partýið.
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar