Viðskipti innlent

Ágúst hættir sem forstjóri Tempo

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ágúst Einarsson verður nýjum forstjóra innan handar.
Ágúst Einarsson verður nýjum forstjóra innan handar. FBL/ANTON BRINK
Gary Jackson tekur í dag við stöðu forstjóra í hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo ehf, dótturfélagi Origo hf.

Í tilkynningu síðarnefnda félagsins til Kauphallarinnar segir að fráfarandi forstjóri Tempo, Ágúst Einarsson, hafi ákveðið að „gefa ekki kost á sér í næsta áfanga í uppbyggingu Tempo, sem verður með áherslu á starfsemi í Bandaríkjunum.“ Því muni hann hætta sem forstjóri en verði eftirmanni sínum innan handar næstu mánuði.

Eftirmaðurinn, fyrrnefndur Gary Jackson, er sagður hafa 25 ára reynslu sem „leiðtogi hjá hugbúnaðarfyrirtækjum, með sérstaka áherslu á gerð hugbúnaðarlausna sem stuðla að aukinni framleiðni fyrirtækja.“ Nánari upplýsingar um nýjan forstjóra Tempo má finna með því að smella hér.

Tempo er í 55% eigu Diversis Capital og 45% eigu Origo.


Tengdar fréttir

Afkoma Origo á síðasta ári sú besta í sögu félagsins

Origo hf. kynnti í dag uppgjör fjórða ársfjórðungs og heildaruppgjör fyrir 2018. Heildarhagnaður fyrirtækisins á síðasta ári nam 5,4 milljörðum. Afkoma síðasta árs er sú besta í sögu félagsins.

Höfuðstöðvar flytja líklega til Ameríku

Bandaríkin eru stærsti markaður Tempo og stærsti hluthafinn er þaðan. Munu áfram reka dótturfélög í Reykjavík og Montreal í Kanada. Starfsmönnum í Montreal hefur fjölgað hratt vegna styrkingar krónu en þar eru laun lægri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×