Stórir strákar fá stór skiptabú Sif Sigmarsdóttir skrifar 6. apríl 2019 09:30 Eins dauði er annars brauð. Hæstaréttarlögmennirnir Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar yfir þrotabúi WOW air. Ólga ríkir innan lögmannastéttarinnar vegna málsins. Í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 gagnrýndu lögmennirnir Kristrún Elsa Harðardóttir og Saga Ýrr Jónsdóttir harðlega hversu ógegnsætt ferlið er við skipun skiptastjóra. „Það er enginn hissa á því að tveir miðaldra karlmenn séu skipaðir yfir þessu stóra búi,“ sagði Kristrún Elsa. „Það er bara það sem gengur og gerist á hverjum einasta degi í okkar bransa. Því miður. Okkur konunum virðist ekki vera treyst fyrir þessum stóru búum.“ Símon Sigvaldason, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, sem skipaði skiptastjórana gaf lítið fyrir gagnrýnina. Sagði hann að þegar um væri að ræða stór þrotabú væru valdir í verkið þeir sem áður hefðu leyst úr stórum búum og hefðu sýnt að þeir gætu tekist á við svo viðamikið og flókið verkefni.Bak við skerminn Í kvöld leikur Fílharmóníuhljómsveit New York-borgar úrval klassískra verka eftir Beethoven, Wagner, Bernstein og fleiri í Lincoln Center á Manhattan-eyju. Hljómsveitin var stofnuð árið 1842 og er ein sú elsta í Bandaríkjunum. Lengst af sögu fílharmóníuhljómsveitarinnar spiluðu engar konur með hljómsveitinni. Að frátöldum örfáum undantekningum sem telja má á fingrum annarrar handar var fjöldi kvenkyns hljóðfæraleikara að jafnaði núll. En á níunda áratug tuttugustu aldar breyttist eitthvað. Öllum að óvörum fór talan að hækka. Snarhækka. Hvað var eiginlega um að vera? Starfsmannavelta í sinfóníuhljómsveitum er lítil. Fjöldi hljóðfæraleikara er iðulega sá sami (um hundrað) og þegar hljóðfæraleikarar eru ráðnir er það til langs tíma (hér áður fyrr hlutu þeir gjarnan æviráðningu). Þar að auki er sjaldgæft að hljóðfæraleikarar séu reknir. Það sætti því tíðindum þegar hlutfall kvenna í Fílharmóníuhljómsveit New York fór úr núll í tíu prósent á áratug. Ástæðan kom fólki í opna skjöldu. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar tóku sinfóníuhljómsveitir í Bandaríkjunum að notast við „blind áheyrnarpróf“ þegar ráða þurfti nýja hljóðfæraleikara. Blind áheyrnarpróf eru hæfnispróf þar sem skermur skilur að hljóðfæraleikarann og dómnefndina sem hlýðir á leik hans – dálítið eins og fyrirkomulagið í sjónvarpsþáttunum The Voice. Skermurinn hafði ekki fyrr verið reistur en Fílharmóníuhljómsveit New York-borgar tók að fyllast af konum. Þegar dómnefndin vissi ekki hvort það var karl eða kona sem leyndist bak við skerminn réðu verðleikar einir hver fékk starfið. Skermurinn kom óvart upp um ómeðvitaða fordóma dómnefndanna sem völdu í hljómsveitina. Í ljós kom að karlar og konur bjuggu yfir nákvæmlega jafnmiklum tónlistarhæfileikum. Aðeins nokkrum árum eftir að blindu áheyrnarprufurnar voru teknar í gagnið var helmingur nýráðninga við hljómsveitina konur. Í dag eru rúmlega fjörutíu og fimm prósent hljóðfæraleikara hljómsveitarinnar konur. Aldagömul harmaljóð Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur horfir á WOW air og sér stórt þrotabú, stórt vandamál og stórt verk að vinna. Hann sér tvo stóra stráka og honum sýnist þeir einmitt vera í réttri stærð fyrir stórt verkefnið. „Stórir strákar fá raflost,“ söng Bubbi með hljómsveitinni Egó. „Stórir strákar fá skiptabú,“ syngur dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Hvorugt verkanna er á dagskrá Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar í kvöld. Dómstjórinn telur sig vafalaust meta út frá verðleikum og velja af heilindum þá mætu menn sem hann skipar sem skiptastjóra. Hefði skermur Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar hins vegar skilið að stóru strákana og dómstjórann er ekki ólíklegt að líflegri verk en aldagömul harmaljóð væru á dagskrá kvennasveitar lögmanna í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Eins dauði er annars brauð. Hæstaréttarlögmennirnir Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar yfir þrotabúi WOW air. Ólga ríkir innan lögmannastéttarinnar vegna málsins. Í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 gagnrýndu lögmennirnir Kristrún Elsa Harðardóttir og Saga Ýrr Jónsdóttir harðlega hversu ógegnsætt ferlið er við skipun skiptastjóra. „Það er enginn hissa á því að tveir miðaldra karlmenn séu skipaðir yfir þessu stóra búi,“ sagði Kristrún Elsa. „Það er bara það sem gengur og gerist á hverjum einasta degi í okkar bransa. Því miður. Okkur konunum virðist ekki vera treyst fyrir þessum stóru búum.“ Símon Sigvaldason, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, sem skipaði skiptastjórana gaf lítið fyrir gagnrýnina. Sagði hann að þegar um væri að ræða stór þrotabú væru valdir í verkið þeir sem áður hefðu leyst úr stórum búum og hefðu sýnt að þeir gætu tekist á við svo viðamikið og flókið verkefni.Bak við skerminn Í kvöld leikur Fílharmóníuhljómsveit New York-borgar úrval klassískra verka eftir Beethoven, Wagner, Bernstein og fleiri í Lincoln Center á Manhattan-eyju. Hljómsveitin var stofnuð árið 1842 og er ein sú elsta í Bandaríkjunum. Lengst af sögu fílharmóníuhljómsveitarinnar spiluðu engar konur með hljómsveitinni. Að frátöldum örfáum undantekningum sem telja má á fingrum annarrar handar var fjöldi kvenkyns hljóðfæraleikara að jafnaði núll. En á níunda áratug tuttugustu aldar breyttist eitthvað. Öllum að óvörum fór talan að hækka. Snarhækka. Hvað var eiginlega um að vera? Starfsmannavelta í sinfóníuhljómsveitum er lítil. Fjöldi hljóðfæraleikara er iðulega sá sami (um hundrað) og þegar hljóðfæraleikarar eru ráðnir er það til langs tíma (hér áður fyrr hlutu þeir gjarnan æviráðningu). Þar að auki er sjaldgæft að hljóðfæraleikarar séu reknir. Það sætti því tíðindum þegar hlutfall kvenna í Fílharmóníuhljómsveit New York fór úr núll í tíu prósent á áratug. Ástæðan kom fólki í opna skjöldu. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar tóku sinfóníuhljómsveitir í Bandaríkjunum að notast við „blind áheyrnarpróf“ þegar ráða þurfti nýja hljóðfæraleikara. Blind áheyrnarpróf eru hæfnispróf þar sem skermur skilur að hljóðfæraleikarann og dómnefndina sem hlýðir á leik hans – dálítið eins og fyrirkomulagið í sjónvarpsþáttunum The Voice. Skermurinn hafði ekki fyrr verið reistur en Fílharmóníuhljómsveit New York-borgar tók að fyllast af konum. Þegar dómnefndin vissi ekki hvort það var karl eða kona sem leyndist bak við skerminn réðu verðleikar einir hver fékk starfið. Skermurinn kom óvart upp um ómeðvitaða fordóma dómnefndanna sem völdu í hljómsveitina. Í ljós kom að karlar og konur bjuggu yfir nákvæmlega jafnmiklum tónlistarhæfileikum. Aðeins nokkrum árum eftir að blindu áheyrnarprufurnar voru teknar í gagnið var helmingur nýráðninga við hljómsveitina konur. Í dag eru rúmlega fjörutíu og fimm prósent hljóðfæraleikara hljómsveitarinnar konur. Aldagömul harmaljóð Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur horfir á WOW air og sér stórt þrotabú, stórt vandamál og stórt verk að vinna. Hann sér tvo stóra stráka og honum sýnist þeir einmitt vera í réttri stærð fyrir stórt verkefnið. „Stórir strákar fá raflost,“ söng Bubbi með hljómsveitinni Egó. „Stórir strákar fá skiptabú,“ syngur dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Hvorugt verkanna er á dagskrá Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar í kvöld. Dómstjórinn telur sig vafalaust meta út frá verðleikum og velja af heilindum þá mætu menn sem hann skipar sem skiptastjóra. Hefði skermur Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar hins vegar skilið að stóru strákana og dómstjórann er ekki ólíklegt að líflegri verk en aldagömul harmaljóð væru á dagskrá kvennasveitar lögmanna í dag.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar