Ofbeldi borgaryfirvalda í Grafarvogi Jón Ragnar Ríkharðsson skrifar 7. apríl 2019 22:15 Stjórnlyndir stjórnmálamenn telja sig vita betur en hinn almenni borgari jafnvel þótt ekkert styðji það. Líklega eru fáir kjósendur sem stjórna sínum málum eins illa og meirihlutinn hefur stýrt borginni sl. ár. Jafnvel þótt meirihlutinn að eigin sögn standi sig afskaplega vel þá virðist það ekki almenn skoðun íbúanna. Nú stendur til að loka Kelduskóla Korpu vegna þess að borgaryfirvöld eru sannfærð um að það bæti kennslu og auki félagaval barnanna. Það mætti spyrja borgaryfirvöld hvort þau telji sig vita betur hvað er börnunum fyrir bestu en þau sjálf og foreldrarnir. Komið hefur fram að foreldrarnir eru ekki að óska eftir þessum róttæku breytingum heldur ætlar meirihlutinn í borginn að þvinga þær fram. Sporin hræða og við erum margir foreldrarnir í Grafarvogi sem munum sameiningarnar árið 2012. Við hjónin keyptum íbúð í Dalhúsum vegna nálægðar við Húsaskóla. Börnin okkar þurftu að ganga nokkur skref til að komast í skólann og sluppu við slysahættuna sem felst í að ganga yfir umferðargötur. Við gátum verið örugg um börnin okkar á morgnanna og maður gat fylgst með þeim rölta alla leið í skólann út um eldhúsgluggann. En árið 2012 ákvað meirihlutinn í borginni að synir okkar hjóna skyldu fara í Foldaskóla. Það þýddi að þeir þurftu að labba lengri leið og á leiðinni voru bílar á ferð. Í verstu vetrarveðrum þurfti að skutla þeim í skólann og sækja þegar skóladegi lauk. Sú hagræðing sem sameiningin átti að skila var ekki eins og stefnt var að. Þessi aðgerð borgaryfirvalda gerði lítið annað en flækja lífið hjá foreldrum og börnum. En það stöðvar ekki stjórnlyndið í borginni – dæmisagan um sporðdrekann og froskinn sannast oft þegar horft er til meirihlutans í borginni. Það er lofað samráði við íbúa borgarinnar og farið fram með fögur fyrirheit. En eins og sporðdrekinn getur ekki annað en stungið þá geta vinstri flokkarnir ekki annað en sýnt stjórnlyndið í verki. Og stjórnlyndi birtist þolendum þess sem ofbeldi. Intellecta var fengið til að gera úttekt á sameiningunni árið 2012 og hafði Hallur Símonarson hjá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar umsjón með verkinu. Gefin var út skýrsla um verkefnið árið 2014 og hún gefur borginni ekki góða einkunn í því sem mestu máli skiptir. Í skýrslunni kemur m.a. fram að samráð við hagsmunaaðila hafi verið ágætt í fyrstu en þegar á leið stirðnuðu samskiptin. Stjórnlyndir stjórnmálamenn eru gjarna viljugir til samráðs ef þeir skynja meðbyr. En þeir kunna ekki að meta þá sem eru á öndverðum meiði og það sést glöggt í skýrslunni. Þegar stjórnmálamenn vilja gera róttækar breytingar er nauðsynlegt að þeir vinni að breiðum stuðning um verkefnin. Það var ekki gert árið 2012 og þótti löstur að mati höfunda skýrslunnar. Þegar borgaryfirvöld tala um samráð virðist það vera leið til að leita álita sem þóknast þeirra hugmyndum. Það heitir að sjálfsögðu ekki samráð og íbúar borgarinnar verða að láta sínar raddir heyrast. Við Grafarvogsbúar vitum best hvað er okkar börnum fyrir bestu og við eigum ekki að láta kontórista eða stjórnmálamenn taka ákvarðanir sem varða hagsmuni þeirra. Nú reynir á okkur að standa gegn stjórnlyndinu því við vitum best hvað er okkur fyrir bestu. Borgaryfirvöld síðustu ára hafa sýnt að þau vita alls ekki betur en við. Höfnum fyrirhugaðri lokun Kelduskóla-Korpu vegna þess að hún getur skaðað framtíðina. Við gerum ráð fyrir endurnýjun í hverfinu og líklegt að ungt fólk með börn komi til með að flytja til okkar til að njóta þess að búa í besta hverfi landsins. Það er nefnilega gott að ala upp börn í Grafarvogi og sameina kosti höfuðborgar og landsbyggðar.Höfundur er sjómaður og formaður verkalýðsráðs SjálfstæðisflokksinsJón Ragnar Ríkharðsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Skoðun Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnlyndir stjórnmálamenn telja sig vita betur en hinn almenni borgari jafnvel þótt ekkert styðji það. Líklega eru fáir kjósendur sem stjórna sínum málum eins illa og meirihlutinn hefur stýrt borginni sl. ár. Jafnvel þótt meirihlutinn að eigin sögn standi sig afskaplega vel þá virðist það ekki almenn skoðun íbúanna. Nú stendur til að loka Kelduskóla Korpu vegna þess að borgaryfirvöld eru sannfærð um að það bæti kennslu og auki félagaval barnanna. Það mætti spyrja borgaryfirvöld hvort þau telji sig vita betur hvað er börnunum fyrir bestu en þau sjálf og foreldrarnir. Komið hefur fram að foreldrarnir eru ekki að óska eftir þessum róttæku breytingum heldur ætlar meirihlutinn í borginn að þvinga þær fram. Sporin hræða og við erum margir foreldrarnir í Grafarvogi sem munum sameiningarnar árið 2012. Við hjónin keyptum íbúð í Dalhúsum vegna nálægðar við Húsaskóla. Börnin okkar þurftu að ganga nokkur skref til að komast í skólann og sluppu við slysahættuna sem felst í að ganga yfir umferðargötur. Við gátum verið örugg um börnin okkar á morgnanna og maður gat fylgst með þeim rölta alla leið í skólann út um eldhúsgluggann. En árið 2012 ákvað meirihlutinn í borginni að synir okkar hjóna skyldu fara í Foldaskóla. Það þýddi að þeir þurftu að labba lengri leið og á leiðinni voru bílar á ferð. Í verstu vetrarveðrum þurfti að skutla þeim í skólann og sækja þegar skóladegi lauk. Sú hagræðing sem sameiningin átti að skila var ekki eins og stefnt var að. Þessi aðgerð borgaryfirvalda gerði lítið annað en flækja lífið hjá foreldrum og börnum. En það stöðvar ekki stjórnlyndið í borginni – dæmisagan um sporðdrekann og froskinn sannast oft þegar horft er til meirihlutans í borginni. Það er lofað samráði við íbúa borgarinnar og farið fram með fögur fyrirheit. En eins og sporðdrekinn getur ekki annað en stungið þá geta vinstri flokkarnir ekki annað en sýnt stjórnlyndið í verki. Og stjórnlyndi birtist þolendum þess sem ofbeldi. Intellecta var fengið til að gera úttekt á sameiningunni árið 2012 og hafði Hallur Símonarson hjá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar umsjón með verkinu. Gefin var út skýrsla um verkefnið árið 2014 og hún gefur borginni ekki góða einkunn í því sem mestu máli skiptir. Í skýrslunni kemur m.a. fram að samráð við hagsmunaaðila hafi verið ágætt í fyrstu en þegar á leið stirðnuðu samskiptin. Stjórnlyndir stjórnmálamenn eru gjarna viljugir til samráðs ef þeir skynja meðbyr. En þeir kunna ekki að meta þá sem eru á öndverðum meiði og það sést glöggt í skýrslunni. Þegar stjórnmálamenn vilja gera róttækar breytingar er nauðsynlegt að þeir vinni að breiðum stuðning um verkefnin. Það var ekki gert árið 2012 og þótti löstur að mati höfunda skýrslunnar. Þegar borgaryfirvöld tala um samráð virðist það vera leið til að leita álita sem þóknast þeirra hugmyndum. Það heitir að sjálfsögðu ekki samráð og íbúar borgarinnar verða að láta sínar raddir heyrast. Við Grafarvogsbúar vitum best hvað er okkar börnum fyrir bestu og við eigum ekki að láta kontórista eða stjórnmálamenn taka ákvarðanir sem varða hagsmuni þeirra. Nú reynir á okkur að standa gegn stjórnlyndinu því við vitum best hvað er okkur fyrir bestu. Borgaryfirvöld síðustu ára hafa sýnt að þau vita alls ekki betur en við. Höfnum fyrirhugaðri lokun Kelduskóla-Korpu vegna þess að hún getur skaðað framtíðina. Við gerum ráð fyrir endurnýjun í hverfinu og líklegt að ungt fólk með börn komi til með að flytja til okkar til að njóta þess að búa í besta hverfi landsins. Það er nefnilega gott að ala upp börn í Grafarvogi og sameina kosti höfuðborgar og landsbyggðar.Höfundur er sjómaður og formaður verkalýðsráðs SjálfstæðisflokksinsJón Ragnar Ríkharðsson
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun