Körfubolti

Bestu strákarnir stökkva strax í NBA en besta stelpan vill klára skólann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sabrina Ionescu fagnar með liðsfélögum sínum eftir einn sigur liðsins í úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans í ár.
Sabrina Ionescu fagnar með liðsfélögum sínum eftir einn sigur liðsins í úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans í ár. Getty/ Jordan Murph
Á meðan bestu strákarnir stökkva við fyrsta tækifæri þegar NBA-deildin kallar þá er þetta öðruvísi farið með bestu körfuboltastelpurnar og WNBA.

Hún hefði væntanlega verið valin fyrst í nýliðavali WNBA-deildarinnar í körfubolta eftir frábært tímabil í bandaríska háskólaboltanum en Sabrina Ionescu ætlar ekki að stökkva í atvinnumennskuna strax heldur klára lokaárið sitt í skólanum.





Sabrina Ionescu tilkynnti um helgina að hún ætli að spila áfram með Oregon í bandaríska háskólaboltanum en liðið fór alla leið í undanúrslitin í ár.

Oregon lítur því vel út fyrir næsta vetur því liðið heldur fjórum af fimm byrjunarliðsleikmönnum sínum. Liðið hefur farið lengra og lengra á hverju ári með Sabrinu Ionescu og nú er stefnan sett á það að vinna titilin á næsta ári.





Sabrina Ionescu hefur átt frábært tímabil og engin hefur náð fleiri þrennum á háskólaferlinum en einmitt hún.

Í vetur var Sabrina Ionescu með 19,9 stig, 8,2 stoðsendingar og 7,4 fráköst að meðaltali í leik auk þess að hitti úr yfir 42 prósent þriggja stiga skotanna og úr yfir 88 prósent vítanna.

Körfuboltaspekingar spáði því að hún yrði valinn númer eitt í nýliðavali WNBA-deildarinnar.

24 klukkutímum eftir að Sabrina Ionescu datt út með Oregon liðinu þá tilkynnti hún það að hún ætlaði að klára fjórða og síðasta árið sitt í skólanum.

„Við hjá Oregon eigum eftir að klára eitt saman. Þetta kemur beint frá mínu hjarta. Við ætlum að byggja eitthvað saman og eitthvað sem fólk mun muna eftir löngu eftir að við erum útskrifaðar,“ sagði Sabrina Ionescu í tilkynningu.

Auðvitað hafa peningarnir hér mikið að segja því á meðan það bíða bestu strákanna ofurlaun þá er ekki hægt að segja það sama um stelpurnar í WNNBA-deildinni. Það er því ekkert skrýtið að þær passi upp á það að útskrifast og að hafa eitthvað upp á að hlaupa ef körfuboltaferillinn gengur ekki alveg upp.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×