Körfubolti

„Curry hvað,“ segir þessi öfluga körfuboltakona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sabrina Ionescu í viðtali hjá ESPN-sjónvarpskonunni Holly Rowe.
Sabrina Ionescu í viðtali hjá ESPN-sjónvarpskonunni Holly Rowe. Getty/Jordan Murph
Bandaríska körfuboltakonan Sabrina Ionescu er fyrir löngu búinn að skapa sér nafn í bandaríska háskólaboltanum með frábærri frammistöðu sinni með Oregon.

Hún bætti við enn einni þrennunni í úrslitakeppni háskólaboltans á dögunum þegar Oregon vann Indiana með því að skora 29 stig, gefa 12 stoðsendingar og taka 10 fráköst.

Bandarískar körfuboltakonur hafa verið að kvarta yfir því að stelpukeppnin fá ekki eins mikla athygli og strákakeppnin en það eru leikmenn eins og Sabrina Ionescu sem hjálpa til við að breyta því.

Sabrina Ionescu er líka efni í stórstjörnu í framtíðinni og er í raun orðin stórstjarna nú þegar.

Sabrina kom einbeitt og tilbúin til leiks í Marsfárið í ár eins og sést á skotæfingu hennar fyrir leikinn.

Ionescu setti þar niður fjórtán þriggja stiga skot í röð eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún setti síðan niður 5 af 9 þriggja stiga skotum í leiknum á móti Indiana sem vannst 91-68.



Sabrina Ionescu fer væntanlega í næsta nýliðaval í WNBA-deildinni og það búast margir að hún verði valin númer eitt.

Meðaltöl hennar með Oregon í vetur eru 19,7 stig, 8,2 stoðsendingar og 7,5 fráköst í leik. Veturinn á undan var hún með 19,7 stig, 7,8 stoðsendingar og 6,7 fráköst í leik

Oregon spilar á móti South Dakota State í sextán liða úrslitunum á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×