Tækni í stað tafa Rósa Kristinsdóttir skrifar 8. apríl 2019 12:45 Hlutirnir breytast hratt. Í dag pöntum við pólóbol, pítsu og ferð til Prag á netinu með örfáum smellum í snjalltækinu á fáeinum mínútum. Hið sama á við um tíma hjá lækninum og stefnumót við myndarlega manninn í næsta húsi. Krafan neytenda er skýr og skiljanleg, tæknin er til staðar og við viljum að hlutirnir gerist hratt og vandræðalaust. Þannig hafa fæstir af kynslóð þeirrar sem þetta ritar t.a.m. áhuga á að fara á ferðaskrifstofu til að panta flugfar. Eðli málsins samkvæmt á hið sama við um fjármálaþjónustu. Tíðar ferðir inn í útibú banka, lífeyrissjóða eða ríkisstofnana heilla fæsta. Blessunarlega hefur geirinn líka færst umtalsvert nær nútímanum síðustu misseri, hafandi verið risaeðla að mörgu leyti alltof lengi. Stóru viðskiptabankarnir eru nákvæmlega það, stórir, yfirbyggingin hefur verið mikil og enn í dag gerir hluti slíkra stofnana á Íslandi kröfur um undirritanir „í persónu“ og pappírsflóð við ýmis tilefni þar sem þess ætti tæplega að þurfa.Ekki-bankar taka völdin vestanhafs Margt hefur hins vegar breyst, bæði hér á landi og ytra. Dæmin eru áþreifanlegust á stærri mörkuðum, en kaflaskipti hafa t.a.m. orðið á bandarískum húsnæðislánamarkaði á örfáum árum. Þannig var 2016 fyrsta árið þar sem meirihluti nýrra húsnæðislána þar í landi var ekki á vegum banka heldur svokallaðra „non-banks”, sem í þeirri mynd býður tæplega upp á betri þýðingu en „ekki-bankar”. Í meginatriðum er átt við aðila sem geta ekki tekið við innistæðum, en hafa aftur á móti heimild til að bjóða upp á kreditkortaþjónustu og veita útlán. Þannig hafa undanfarið sex slík fyrirtæki verið á listanum yfir tíu stærstu húsnæðislánaveitendur vestanhafs á móti fjórum „hefðbundnari“ bönkum. Inn í þessa þróun spila tvímælalaust breytingar á bandarísku regluverki í kjölfar fjármálahrunsins 2008 sem leggja í dag auknar kröfur á þarlenda banka þegar kemur að veitingu lána til einstaklinga, kröfur sem fjártæknifyrirtækin falla ekki undir í sama mæli. Engu minni þátt spilar hins vegar eðli fjártæknifyrirtækjanna, þar sem minni yfirbygging og aukin sjálfvirkni gerir þeim kleift að bjóða hagstæð kjör og lipra þjónustu. Fleiri valkostir fyrir neytendur Þrátt fyrir að markaðurinn sé smærri og um margt ólíkur því sem þekkist í Bandaríkjunum og stórum evrópskum nágrönnum okkar hefur fjártæknin hafið innreið sína af fullum krafti hérlendis. Má þar nefna greiðslulausnir á borð við AUR og lánakosti Framtíðarinnar. Árið 2017 hóf Framtíðin að bjóða vörur á borð við viðbótarhúsnæðislán og neytendalán sem byggja á sjálfvirkum ferlum, þar sem stefnt er að því að ferlið gangi eins hratt og þægilega fyrir sig og mögulegt er fyrir lántakann. Með viðbótarhúsnæðislánum myndaðist nýr valkostur á markaði sem brúaði bilið fyrir marga, sem gátu með þeim hætti nýtt sér hagstæð kjör lífeyrissjóðslána. Lífeyrissjóðirnir bjóða lægstu vaxtakjörin á markaðnum í dag en takmarka þó lánveitingar sínar við u.þ.b. 70% af markaðsverði fasteignalána. Margir kaupendur, þá sérstaklega ungt fólk og fyrstu kaupendur, eiga skiljanlega erfitt með að reiða fram 30% útborgun. Aðrir lánveitendur hafa verið tregir til að veita lán á seinni veðréttum fasteigna og því hafa kaupendur verið tilneyddir til að taka lán á verri kjörum. Með tilkomu viðbótarhúsnæðislána geta kaupendur nýtt sér hagstæðustu kjörin á markaðnum og brúað bilið með viðbótarhúsnæðisláni. Kjör viðbótarlánanna eru vissulega hærri en lífeyrissjóðanna enda um áhættusamari lánveitingu að ræða. Aftur á móti geta glöggir aðilar reiknað það út að ef litið er til veginna vaxta getur fyrirkomulagið margborgað sig. Hindrunum rutt úr vegi Það er óhætt að segja að fjármálaþjónusta verði sífellt aðgengilegri og þægilegri, þó enn séu hindranir í veginum og má þar einna helst nefna hið svifaseina þinglýsingaferli hjá sýslumanni. Það horfir þó til betri vegar með tilkomu rafrænna þinglýsinga sem stefnt er á að innleiða á haustmánuðum 2019, en með því mun biðtími eftir þinglýsingu styttast úr allt að tveimur vikum í nokkur sekúndubrot. Sú breyting verður mikil búbót fyrir alla sem að ferlinu koma og til þess fallin að ryðja í vegi hindrunum sem eru fullkomlega óþarfar í nútímasamfélagi. Æskilegt er að framtíðarlagasetning á sviðinu verði í þessum sama takti, til einföldunar og hagræðis á markaði. Að þessu sögðu var áhugavert að heyra fulltrúa stórrar fjármálastofnunar láta þau orð falla á málfundi á dögunum að fjármál væru ekki flókin, en þau væru tímafrek og lántökur ættu að taka tíma. Virtust rökin vera þess eðlis að það fælist einhvers konar aukið öryggi eða vernd fyrir lántaka í því að löng bið væri eftir afgreiðslu lána. Það má sannarlega taka undir það að ákvörðun um lántöku eigi að vera vel ígrunduð. Aftur á móti er það ekki lánveitendanna að hafa ferlana sína sem lengsta og torveldasta til að búa til umhugsunartíma fyrir lántaka. Lánveitendum ber, að mati höfundar, að veita sem besta þjónustu í takt við kröfur og væntingar viðskiptavina. Pítsan geymd lengur í ofninum Áður en næsta dæmi er tekið skal áréttað að undirrituð er meðvituð um að lántaka er langtum stærri ákvörðun en pítsukaup, að öllu leyti. Að því sögðu, þá þykir okkur flestum pítsa góð. Aftur á móti geta ýmsar ástæður á borð við ofnæmi og hjartavandamál valdið því að pítsuát er ekki jafn ákjósanlegt fyrir alla. Því er mikilvægt að mögulegir pítsukaupendur séu upplýstir um vöruna, innihald hennar og eðli áður en hún er pöntuð – hvort sem er með einum smelli í smáforriti, eða eftir langa bið á símalínu. Mögulegum pítsukaupendum, sem heilsu sinnar vegna ættu ekki að fá sér pítsu, er hins vegar enginn greiði gerður með því að láta bökuna sitja tvöfalt lengur í ofninum. Að sama skapi eru mögulegir lántakar misvel í stakk búnir til að taka á sig slíkar skuldbindingar og því mikilvægt að þeir þekki eðli þess, kosti og galla. Þessu verður hins vegar ekki náð með löngum biðtíma eftir afgreiðslu, heldur þarf fræðslan að eiga sér stað áður en ákvörðun um lántöku á sér stað. Þar gera fjármálafyrirtækin sitt og rúmlega það, en meira þarf til. Skólaskyldan varir í tíu ár og framhaldsskólanám tekur önnur þrjú til fjögur. Þrátt fyrir allan þennan tíma hefur verið algengt að fólk gangi út úr fyrrnefndum stofnunum án þess að kunna minnstu skil á atriðum á borð við vexti og verðbólgu. Hér er sannarlega ástæða til að sækja fram, enda ætti fjármálafræðsla að vera almenn og aðgengileg. Með löngum afgreiðslutíma, töfum og skjalastöflum er nefnilega sannarlega engum greiði gerður. Fjártækni er framtíðin og með öflugri fræðslu, skilvirkum ferlum og skýrum kostum á markaði er öllum greiði gerður.Höfundur er verkefnastjóri og staðgengill framkvæmdastjóra lánafyrirtækisins Framtíðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Hlutirnir breytast hratt. Í dag pöntum við pólóbol, pítsu og ferð til Prag á netinu með örfáum smellum í snjalltækinu á fáeinum mínútum. Hið sama á við um tíma hjá lækninum og stefnumót við myndarlega manninn í næsta húsi. Krafan neytenda er skýr og skiljanleg, tæknin er til staðar og við viljum að hlutirnir gerist hratt og vandræðalaust. Þannig hafa fæstir af kynslóð þeirrar sem þetta ritar t.a.m. áhuga á að fara á ferðaskrifstofu til að panta flugfar. Eðli málsins samkvæmt á hið sama við um fjármálaþjónustu. Tíðar ferðir inn í útibú banka, lífeyrissjóða eða ríkisstofnana heilla fæsta. Blessunarlega hefur geirinn líka færst umtalsvert nær nútímanum síðustu misseri, hafandi verið risaeðla að mörgu leyti alltof lengi. Stóru viðskiptabankarnir eru nákvæmlega það, stórir, yfirbyggingin hefur verið mikil og enn í dag gerir hluti slíkra stofnana á Íslandi kröfur um undirritanir „í persónu“ og pappírsflóð við ýmis tilefni þar sem þess ætti tæplega að þurfa.Ekki-bankar taka völdin vestanhafs Margt hefur hins vegar breyst, bæði hér á landi og ytra. Dæmin eru áþreifanlegust á stærri mörkuðum, en kaflaskipti hafa t.a.m. orðið á bandarískum húsnæðislánamarkaði á örfáum árum. Þannig var 2016 fyrsta árið þar sem meirihluti nýrra húsnæðislána þar í landi var ekki á vegum banka heldur svokallaðra „non-banks”, sem í þeirri mynd býður tæplega upp á betri þýðingu en „ekki-bankar”. Í meginatriðum er átt við aðila sem geta ekki tekið við innistæðum, en hafa aftur á móti heimild til að bjóða upp á kreditkortaþjónustu og veita útlán. Þannig hafa undanfarið sex slík fyrirtæki verið á listanum yfir tíu stærstu húsnæðislánaveitendur vestanhafs á móti fjórum „hefðbundnari“ bönkum. Inn í þessa þróun spila tvímælalaust breytingar á bandarísku regluverki í kjölfar fjármálahrunsins 2008 sem leggja í dag auknar kröfur á þarlenda banka þegar kemur að veitingu lána til einstaklinga, kröfur sem fjártæknifyrirtækin falla ekki undir í sama mæli. Engu minni þátt spilar hins vegar eðli fjártæknifyrirtækjanna, þar sem minni yfirbygging og aukin sjálfvirkni gerir þeim kleift að bjóða hagstæð kjör og lipra þjónustu. Fleiri valkostir fyrir neytendur Þrátt fyrir að markaðurinn sé smærri og um margt ólíkur því sem þekkist í Bandaríkjunum og stórum evrópskum nágrönnum okkar hefur fjártæknin hafið innreið sína af fullum krafti hérlendis. Má þar nefna greiðslulausnir á borð við AUR og lánakosti Framtíðarinnar. Árið 2017 hóf Framtíðin að bjóða vörur á borð við viðbótarhúsnæðislán og neytendalán sem byggja á sjálfvirkum ferlum, þar sem stefnt er að því að ferlið gangi eins hratt og þægilega fyrir sig og mögulegt er fyrir lántakann. Með viðbótarhúsnæðislánum myndaðist nýr valkostur á markaði sem brúaði bilið fyrir marga, sem gátu með þeim hætti nýtt sér hagstæð kjör lífeyrissjóðslána. Lífeyrissjóðirnir bjóða lægstu vaxtakjörin á markaðnum í dag en takmarka þó lánveitingar sínar við u.þ.b. 70% af markaðsverði fasteignalána. Margir kaupendur, þá sérstaklega ungt fólk og fyrstu kaupendur, eiga skiljanlega erfitt með að reiða fram 30% útborgun. Aðrir lánveitendur hafa verið tregir til að veita lán á seinni veðréttum fasteigna og því hafa kaupendur verið tilneyddir til að taka lán á verri kjörum. Með tilkomu viðbótarhúsnæðislána geta kaupendur nýtt sér hagstæðustu kjörin á markaðnum og brúað bilið með viðbótarhúsnæðisláni. Kjör viðbótarlánanna eru vissulega hærri en lífeyrissjóðanna enda um áhættusamari lánveitingu að ræða. Aftur á móti geta glöggir aðilar reiknað það út að ef litið er til veginna vaxta getur fyrirkomulagið margborgað sig. Hindrunum rutt úr vegi Það er óhætt að segja að fjármálaþjónusta verði sífellt aðgengilegri og þægilegri, þó enn séu hindranir í veginum og má þar einna helst nefna hið svifaseina þinglýsingaferli hjá sýslumanni. Það horfir þó til betri vegar með tilkomu rafrænna þinglýsinga sem stefnt er á að innleiða á haustmánuðum 2019, en með því mun biðtími eftir þinglýsingu styttast úr allt að tveimur vikum í nokkur sekúndubrot. Sú breyting verður mikil búbót fyrir alla sem að ferlinu koma og til þess fallin að ryðja í vegi hindrunum sem eru fullkomlega óþarfar í nútímasamfélagi. Æskilegt er að framtíðarlagasetning á sviðinu verði í þessum sama takti, til einföldunar og hagræðis á markaði. Að þessu sögðu var áhugavert að heyra fulltrúa stórrar fjármálastofnunar láta þau orð falla á málfundi á dögunum að fjármál væru ekki flókin, en þau væru tímafrek og lántökur ættu að taka tíma. Virtust rökin vera þess eðlis að það fælist einhvers konar aukið öryggi eða vernd fyrir lántaka í því að löng bið væri eftir afgreiðslu lána. Það má sannarlega taka undir það að ákvörðun um lántöku eigi að vera vel ígrunduð. Aftur á móti er það ekki lánveitendanna að hafa ferlana sína sem lengsta og torveldasta til að búa til umhugsunartíma fyrir lántaka. Lánveitendum ber, að mati höfundar, að veita sem besta þjónustu í takt við kröfur og væntingar viðskiptavina. Pítsan geymd lengur í ofninum Áður en næsta dæmi er tekið skal áréttað að undirrituð er meðvituð um að lántaka er langtum stærri ákvörðun en pítsukaup, að öllu leyti. Að því sögðu, þá þykir okkur flestum pítsa góð. Aftur á móti geta ýmsar ástæður á borð við ofnæmi og hjartavandamál valdið því að pítsuát er ekki jafn ákjósanlegt fyrir alla. Því er mikilvægt að mögulegir pítsukaupendur séu upplýstir um vöruna, innihald hennar og eðli áður en hún er pöntuð – hvort sem er með einum smelli í smáforriti, eða eftir langa bið á símalínu. Mögulegum pítsukaupendum, sem heilsu sinnar vegna ættu ekki að fá sér pítsu, er hins vegar enginn greiði gerður með því að láta bökuna sitja tvöfalt lengur í ofninum. Að sama skapi eru mögulegir lántakar misvel í stakk búnir til að taka á sig slíkar skuldbindingar og því mikilvægt að þeir þekki eðli þess, kosti og galla. Þessu verður hins vegar ekki náð með löngum biðtíma eftir afgreiðslu, heldur þarf fræðslan að eiga sér stað áður en ákvörðun um lántöku á sér stað. Þar gera fjármálafyrirtækin sitt og rúmlega það, en meira þarf til. Skólaskyldan varir í tíu ár og framhaldsskólanám tekur önnur þrjú til fjögur. Þrátt fyrir allan þennan tíma hefur verið algengt að fólk gangi út úr fyrrnefndum stofnunum án þess að kunna minnstu skil á atriðum á borð við vexti og verðbólgu. Hér er sannarlega ástæða til að sækja fram, enda ætti fjármálafræðsla að vera almenn og aðgengileg. Með löngum afgreiðslutíma, töfum og skjalastöflum er nefnilega sannarlega engum greiði gerður. Fjártækni er framtíðin og með öflugri fræðslu, skilvirkum ferlum og skýrum kostum á markaði er öllum greiði gerður.Höfundur er verkefnastjóri og staðgengill framkvæmdastjóra lánafyrirtækisins Framtíðarinnar.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun