Körfubolti

Rochford: Ég elska Körfuboltakvöld

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Skemmtilegur karakter
Skemmtilegur karakter vísir/daníel
Kinu Rochford var maður leiksins að mati Kjartans Atla Kjartanssonar og félaga í Körfuboltakvöldi þegar Þór Þorlákshöfn tryggði sér oddaleik gegn Tindastóli í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla.

Rochford mætti til Kjartans og félaga og fór yfir ýmis málefni.

„Skrokkurinn er í lagi núna. Það eru smá eymsli,“ sagði Rochford áður en Fannar Ólafsson tók af honum orðið og sagði að það væri ekkert að honum. Tók Rochford því vel og sagði það hárrétt hjá Fannari.

Þrátt fyrir að hita varla upp vegna meiðsla skilaði Rochford 29 stigum auk þess að taka 10 fráköst og var að öðrum ólöstuðum besti maður Þórs í leiknum.

Rochford hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á Körfuboltakvöldi og hélt því áfram í viðtalinu.

„Ég ber mikla virðingu fyrir ykkur. Ég hef skoðað bakgrunninn hjá ykkur öllum og mikil virðing til ykkar. Ég fylgist með þættinum ykkar og þó ég þurfi að hafa einhvern til að þýða fyrir mig elska ég þennan þátt,“ segir Rochford.

Rochford hefur slegið í gegn, jafnt innan vallar sem utan í Þorlákshöfn í vetur og hann talar meðal annars um það í viðtalinu sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Viðtal við Kinu Rochford



Fleiri fréttir

Sjá meira


×